Upplifði algjört hjálparleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2017 19:30 Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira