Formaður Íslendingafélagsins í Orlando ætlar ekki að flýja Irmu Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 13:00 Fleiri en 6,5 milljónir íbúar Flórídafylkis hafa flúið heimili sín vegna fellibylsins Irmu. Vísir/AFP Pétur Sigurðsson, formaður Íslendingafélagsins í Orlando, ákvað að flýja ekki heimili sitt vegna fellibylsins Irmu. Pétur er búsettur í Orlando. „Við ákváðum bara að vera heima. Ride it out eins og þeir segja hér í Ameríku, enda er ekkert hægt að fara,“ sagði Pétur í samtali við Bylgjuna. Pétur segir að fólk á svæðinu hafi áhyggjur af Irmu en að vindhraðinn sé ekki orðinn mikill á því svæði sem hann er búsettur á. „Fellibylurinn er að koma inn á Key West af fullu afli og fer þaðan yfir til Naples. Þetta fer að ná alvöru styrk um átta leitið í kvöld á okkar tíma.“ „Ég myndi ekki vilja vera á ströndinni á Key West núna. Key West fer í kaf á eftir,“ segir Pétur. Ljósblái liturinn á myndinni til hægri sýnir þau landsvæði sem eru minna en fimm metrum yfir sjávarmáli. Búist er við fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar fellibylsins Irmu.Mynd/NASABúist er við fjögurra metra hárri flóðöldu þegar Irma skellur á skagann og Key West er einungis hálfum meter yfir sjávarmáli. Pétur segist dást að yfirvöldum í Flórídafylki. „Þeir hafa staðið sig vel í fólksflutningum og í að tryggja það að aðal umferðarleiðir séu hreinar og að það sé nóg af eldsneyti og vatni. Hérna er búið að skikka 6,5 milljónir manns til að færa sig til á öruggara svæði,“ segir Pétur og bætir því við að í raun séu bara þrír vegir sem aðallega eru notaðir. Pétur og kona hans finna ekki fyrir hræðslu, en þau eru kvíðin. „Við teljum að húsið þoli þetta. Við erum með herbergi í húsinu sem er gluggalaust og getum hlaupið þangað inn ef það kemur viðvörun en maður hangir ekki inni í fataherbergi í 36 klukkutíma.“ Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Pétur Sigurðsson, formaður Íslendingafélagsins í Orlando, ákvað að flýja ekki heimili sitt vegna fellibylsins Irmu. Pétur er búsettur í Orlando. „Við ákváðum bara að vera heima. Ride it out eins og þeir segja hér í Ameríku, enda er ekkert hægt að fara,“ sagði Pétur í samtali við Bylgjuna. Pétur segir að fólk á svæðinu hafi áhyggjur af Irmu en að vindhraðinn sé ekki orðinn mikill á því svæði sem hann er búsettur á. „Fellibylurinn er að koma inn á Key West af fullu afli og fer þaðan yfir til Naples. Þetta fer að ná alvöru styrk um átta leitið í kvöld á okkar tíma.“ „Ég myndi ekki vilja vera á ströndinni á Key West núna. Key West fer í kaf á eftir,“ segir Pétur. Ljósblái liturinn á myndinni til hægri sýnir þau landsvæði sem eru minna en fimm metrum yfir sjávarmáli. Búist er við fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar fellibylsins Irmu.Mynd/NASABúist er við fjögurra metra hárri flóðöldu þegar Irma skellur á skagann og Key West er einungis hálfum meter yfir sjávarmáli. Pétur segist dást að yfirvöldum í Flórídafylki. „Þeir hafa staðið sig vel í fólksflutningum og í að tryggja það að aðal umferðarleiðir séu hreinar og að það sé nóg af eldsneyti og vatni. Hérna er búið að skikka 6,5 milljónir manns til að færa sig til á öruggara svæði,“ segir Pétur og bætir því við að í raun séu bara þrír vegir sem aðallega eru notaðir. Pétur og kona hans finna ekki fyrir hræðslu, en þau eru kvíðin. „Við teljum að húsið þoli þetta. Við erum með herbergi í húsinu sem er gluggalaust og getum hlaupið þangað inn ef það kemur viðvörun en maður hangir ekki inni í fataherbergi í 36 klukkutíma.“
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00
Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22