Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2017 09:11 Engin leið verður að lagfæra James Webb-geimsjónaukann þegar hann verður kominn út í geim. Því fara stjórnendur hans sér í engu óðslega með að skjóta honum á loft. Vísir/AFP James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft á næsta ári eins og til stóð. Nú er áætlað að skjóta honum á loft vorið 2019 eftir að hægar gekk að samþætta og innleiða tækjabúnað sjónaukans en gert hafi verið ráð fyrir. Bandaríska geimstofnunin NASA tilkynnti þetta í gær en James Webb er samvinnuverkefni hennar, Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og þeirrar kanadísku. Upphaflega stóð til að skjóta sjónaukanum, sem er ætlað að vera arftaki Hubble-geimsjónaukans, í október á næsta ári. Nú er stefnt að því að geimskotið geti farið fram einhvern tímann á tímabilinu mars til júní árið 2019, að því er segir í frétt Space.com. James Webb verður stærsti geimsjónauki sögunnar. Speglar hans eru 6,5 metrar að þvermáli, borið saman við 2,4 metra Hubble-sjónaukans. Ólíkt Hubble sem var á braut um jörðu verður James Webb komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ad astra, Cassini Einum stórkostlegasta rannsóknarleiðangri vísindasögunnar lauk á dögunum þegar geimfarið Cassini steyptist ofan í lofthjúp Satúrnusar. 21. september 2017 06:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft á næsta ári eins og til stóð. Nú er áætlað að skjóta honum á loft vorið 2019 eftir að hægar gekk að samþætta og innleiða tækjabúnað sjónaukans en gert hafi verið ráð fyrir. Bandaríska geimstofnunin NASA tilkynnti þetta í gær en James Webb er samvinnuverkefni hennar, Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og þeirrar kanadísku. Upphaflega stóð til að skjóta sjónaukanum, sem er ætlað að vera arftaki Hubble-geimsjónaukans, í október á næsta ári. Nú er stefnt að því að geimskotið geti farið fram einhvern tímann á tímabilinu mars til júní árið 2019, að því er segir í frétt Space.com. James Webb verður stærsti geimsjónauki sögunnar. Speglar hans eru 6,5 metrar að þvermáli, borið saman við 2,4 metra Hubble-sjónaukans. Ólíkt Hubble sem var á braut um jörðu verður James Webb komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ad astra, Cassini Einum stórkostlegasta rannsóknarleiðangri vísindasögunnar lauk á dögunum þegar geimfarið Cassini steyptist ofan í lofthjúp Satúrnusar. 21. september 2017 06:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Ad astra, Cassini Einum stórkostlegasta rannsóknarleiðangri vísindasögunnar lauk á dögunum þegar geimfarið Cassini steyptist ofan í lofthjúp Satúrnusar. 21. september 2017 06:00