Sandra: Hvetjum atvinnurekendur til að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2017 08:00 Sandra María ætlar sér að lyfta bikarnum eftirsótta um kvöldmatarleytið. vísir/eyþór Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira