Porsche 911 GT2 RS á nú metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 09:52 Porsche menn fagna metinu. Porsche hefur nú endurheimt montréttinn á besta tíma fjöldaframleidds bíls á hinni 20 km löngu þýsku kappakstursbraut Nürburgring. Konungur hringsins er nú Porsche 911 GT2 RS og náði bíllinn tímanum 6:47,30 mínútum í síðustu viku. Það er heilum 10 sekúndum betri tími en ofurbíllinn Porsche 918 Spyder náði árið 2013, en sá bíll er 887 hestafla tengiltvinnbíll sem kostaði 847.000 dollara eintakið, eða um 92 milljónir króna. Porsche 911 GT2 RS mun hinsvegar kosta 293.000 dollara stykkið og alls stefnir í framleiðslu á 1.000 slíkum bílum. Porsche 911 GT2 RS hrifsaði nú metið af Lamborghini Huracán sem náði tímanum 6:52,01 í október í fyrra. Það voru ökumennirnir Nick Tandy og Lars Kern sem fengu það hlutverk hjá Porsche að aka nokkra hringi á Nürburgring og sjá hvort bíllinn væri ekki fær um að komast undir 7 mínútur og 5 sekúndur á brautinni. Þeir gerðu ansi hreint betur og óku alls 5 hringi undir 6:50 mínútur, semsagt alla þeirra undir þáverandi meti Lamborghini Huracán bílsins. Meðalhraði Porsche 911 GT2 RS bílsins í metslættinum var 184,11 km/klst. Sjá má hluta aksturs þeirra Nick Tandy og Lars Kern við metsláttinn hér að neðan. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Porsche hefur nú endurheimt montréttinn á besta tíma fjöldaframleidds bíls á hinni 20 km löngu þýsku kappakstursbraut Nürburgring. Konungur hringsins er nú Porsche 911 GT2 RS og náði bíllinn tímanum 6:47,30 mínútum í síðustu viku. Það er heilum 10 sekúndum betri tími en ofurbíllinn Porsche 918 Spyder náði árið 2013, en sá bíll er 887 hestafla tengiltvinnbíll sem kostaði 847.000 dollara eintakið, eða um 92 milljónir króna. Porsche 911 GT2 RS mun hinsvegar kosta 293.000 dollara stykkið og alls stefnir í framleiðslu á 1.000 slíkum bílum. Porsche 911 GT2 RS hrifsaði nú metið af Lamborghini Huracán sem náði tímanum 6:52,01 í október í fyrra. Það voru ökumennirnir Nick Tandy og Lars Kern sem fengu það hlutverk hjá Porsche að aka nokkra hringi á Nürburgring og sjá hvort bíllinn væri ekki fær um að komast undir 7 mínútur og 5 sekúndur á brautinni. Þeir gerðu ansi hreint betur og óku alls 5 hringi undir 6:50 mínútur, semsagt alla þeirra undir þáverandi meti Lamborghini Huracán bílsins. Meðalhraði Porsche 911 GT2 RS bílsins í metslættinum var 184,11 km/klst. Sjá má hluta aksturs þeirra Nick Tandy og Lars Kern við metsláttinn hér að neðan.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira