Í lokuðu bakherbergi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. september 2017 07:00 Það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi og það eru kosningar fram undan. Mörg góð mál eru komin í bið vegna stöðunnar og þar er af ýmsu að taka. Ég gæti notað plássið í að kynna ýmis mikilvæg mál sem ég hafði persónulega á prjónunum eða flokkurinn minn, Viðreisn. Mál á borð við skilgreiningu á nauðgun út frá samþykki, rannsókn á aðdraganda að útgáfu á starfsleyfi til kísilverksmiðju í Helguvík, þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni meiriháttar opinberra fjárfestinga, umræðu um sjálfstæði fjölmiðla o.fl. En ég ætla að ræða um þverpólitísk mál sem snerta framtíð og velferð ákveðins hóps fólks. Fólks sem á annað og betra skilið af okkur stjórnmálamönnum en að verða einhver afgangsstærð í hita leiksins. Þar á ég í fyrsta lagi við mál sem varðar mikilvæga og margsamþykkta þjónustubót fyrir fatlað fólk. Svokallaða notendastýrða persónubundna aðstoð (NPA) sem skiptir sköpum fyrir það fólk sem nýtur slíkrar þjónustu. Annað mál varðar breytingar á útlendingalögum til að bæta stöðu flóttabarna á Íslandi. Undanfarið hafa þingmenn, þvert á flokka, lagt mikla vinnu í að koma þessum tveimur málum í höfn. En nú eru blikur á lofti. Síðustu daga hafa formenn allra flokka á þingi fundað nær daglega bak við luktar dyr til að freista þess að ná samkomulagi um tiltekin mál sem brýnt er að afgreiða fyrir kosningar. Þeirra á meðal eru breytingar á hegningarlögum hvað varðar margumrædda uppreist æru. Þetta er eins og alþjóð veit löngu tímabært. Ég set hins vegar spurningamerki við að tíma formannanna sé best varið, dag eftir dag, í að ræða niðurstöðu þar sem er í takt við það sem allir flokkar vilja. Umræðan virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að nýtt þing verði kosið með úrlausn sinna mála. Og fyrir Mary og Haniye verður það einfaldlega of seint. Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi og það eru kosningar fram undan. Mörg góð mál eru komin í bið vegna stöðunnar og þar er af ýmsu að taka. Ég gæti notað plássið í að kynna ýmis mikilvæg mál sem ég hafði persónulega á prjónunum eða flokkurinn minn, Viðreisn. Mál á borð við skilgreiningu á nauðgun út frá samþykki, rannsókn á aðdraganda að útgáfu á starfsleyfi til kísilverksmiðju í Helguvík, þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni meiriháttar opinberra fjárfestinga, umræðu um sjálfstæði fjölmiðla o.fl. En ég ætla að ræða um þverpólitísk mál sem snerta framtíð og velferð ákveðins hóps fólks. Fólks sem á annað og betra skilið af okkur stjórnmálamönnum en að verða einhver afgangsstærð í hita leiksins. Þar á ég í fyrsta lagi við mál sem varðar mikilvæga og margsamþykkta þjónustubót fyrir fatlað fólk. Svokallaða notendastýrða persónubundna aðstoð (NPA) sem skiptir sköpum fyrir það fólk sem nýtur slíkrar þjónustu. Annað mál varðar breytingar á útlendingalögum til að bæta stöðu flóttabarna á Íslandi. Undanfarið hafa þingmenn, þvert á flokka, lagt mikla vinnu í að koma þessum tveimur málum í höfn. En nú eru blikur á lofti. Síðustu daga hafa formenn allra flokka á þingi fundað nær daglega bak við luktar dyr til að freista þess að ná samkomulagi um tiltekin mál sem brýnt er að afgreiða fyrir kosningar. Þeirra á meðal eru breytingar á hegningarlögum hvað varðar margumrædda uppreist æru. Þetta er eins og alþjóð veit löngu tímabært. Ég set hins vegar spurningamerki við að tíma formannanna sé best varið, dag eftir dag, í að ræða niðurstöðu þar sem er í takt við það sem allir flokkar vilja. Umræðan virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að nýtt þing verði kosið með úrlausn sinna mála. Og fyrir Mary og Haniye verður það einfaldlega of seint. Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar