Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 14:15 Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. Hann telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen og Bjarna Benediktssonar. vísir/vilhelm Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. Tryggvi sagði að hann hefði greint nefndinni frá því eftir athugun sína sem byggði á því sem fyrir lægi að hann teldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar að hans hálfu. „Ég er búinn að fara yfir þau atriði og þau atvik sem ég hef haft aðgang að og þau hafa ekki gefið mér tilefni til þess. Auðvitað er það byggt á þeim upplýsingum sem ég hef getað ráðið bæði af frásögnum í fjölmiðlum og því sem ég hef kannað. Ég hef farið yfir þær reglur sem gilda um trúnað í þessum málum með nefndinni. Útskýrt þær og hvernig þær horfa við mér og ég held að það sé rétt að leyfa nefndinni að fjalla um það,“ sagði Tryggvi eftir fundinn í samtali við Heimi Má Pétursson.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu.vísir/anton brinkHildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir að orð umboðsmanns í morgun hafi ekki komið sér á óvart. Niðurstaða hans væri í samræmi við staðreyndir málsins frá hennar bæjardyrum séð. „Aðaltriði þessa fundar er afstaða umboðsmanns að eftir að hafa skoðað allt þetta mál telur hann ekki þörf á frekari rannsókn,“ segir Hildur. Hún segir umboðsmann hafa farið sérstaklega yfir það atriði sem varðar meintan trúnaðarbrest Sigríðar þegar hún miðlaði upplýsingum til Bjarna. „Þá fór hann yfir atriði í því samhengi varðandi aðra ráðherra, upplýsingagjöf ráðuneytisins, vinnslu nefndarinnar og svo framvegis. Þannig að það var farið yfir svo gott sem allt málið og stutta niðurstaðan er sú að eftir hans skoðun telur hann ekki efni til frekari rannsóknar af sinni hálfu.“„Óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt“ Hildur segir að eftir standi að hægt sé að setja punkt aftan við stóru atriðin í málinu. „Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki. Ég held hins vegar að það væri æskilegt að nefndin fari gaumgæfilega yfir að skoða framkvæmdina framkvæmdina á uppreist æru undanfarna áratugi þar sem við erum öll sammála um að þar hefði mátt gera betur, og hægt er að læra af,“ segir Hildur. Hún bætir við að aðalatriðið núna sé að aðstoða ráðherra við að klára vinnuna sem hún hefur hafið við að breyta lögum um uppreist æru þar sem frá upphafi þessa máls hafi verið ljóst að framkvæmdin á því sé í engu í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar. Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56 Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. Tryggvi sagði að hann hefði greint nefndinni frá því eftir athugun sína sem byggði á því sem fyrir lægi að hann teldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar að hans hálfu. „Ég er búinn að fara yfir þau atriði og þau atvik sem ég hef haft aðgang að og þau hafa ekki gefið mér tilefni til þess. Auðvitað er það byggt á þeim upplýsingum sem ég hef getað ráðið bæði af frásögnum í fjölmiðlum og því sem ég hef kannað. Ég hef farið yfir þær reglur sem gilda um trúnað í þessum málum með nefndinni. Útskýrt þær og hvernig þær horfa við mér og ég held að það sé rétt að leyfa nefndinni að fjalla um það,“ sagði Tryggvi eftir fundinn í samtali við Heimi Má Pétursson.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu.vísir/anton brinkHildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir að orð umboðsmanns í morgun hafi ekki komið sér á óvart. Niðurstaða hans væri í samræmi við staðreyndir málsins frá hennar bæjardyrum séð. „Aðaltriði þessa fundar er afstaða umboðsmanns að eftir að hafa skoðað allt þetta mál telur hann ekki þörf á frekari rannsókn,“ segir Hildur. Hún segir umboðsmann hafa farið sérstaklega yfir það atriði sem varðar meintan trúnaðarbrest Sigríðar þegar hún miðlaði upplýsingum til Bjarna. „Þá fór hann yfir atriði í því samhengi varðandi aðra ráðherra, upplýsingagjöf ráðuneytisins, vinnslu nefndarinnar og svo framvegis. Þannig að það var farið yfir svo gott sem allt málið og stutta niðurstaðan er sú að eftir hans skoðun telur hann ekki efni til frekari rannsóknar af sinni hálfu.“„Óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt“ Hildur segir að eftir standi að hægt sé að setja punkt aftan við stóru atriðin í málinu. „Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki. Ég held hins vegar að það væri æskilegt að nefndin fari gaumgæfilega yfir að skoða framkvæmdina framkvæmdina á uppreist æru undanfarna áratugi þar sem við erum öll sammála um að þar hefði mátt gera betur, og hægt er að læra af,“ segir Hildur. Hún bætir við að aðalatriðið núna sé að aðstoða ráðherra við að klára vinnuna sem hún hefur hafið við að breyta lögum um uppreist æru þar sem frá upphafi þessa máls hafi verið ljóst að framkvæmdin á því sé í engu í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar.
Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56 Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45