Netflix hækkar verð í Bandaríkjunum og Bretlandi Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 23:31 Reed Hastings, forstjóri Netflix Vísir/Getty Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma. Netflix Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma.
Netflix Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira