Viðurkenndi að hafa svindlað á móti Íslandi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:45 Amandine Henry og Dagný Brynjarsdóttir í baráttu í leiknum á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir og hin franska Amandine Henry urðu á dögunum bandarískir meistarar með liði Portland Thorns en það var ekki eins gott á milli þeirra á EM í Hollandi síðasta sumar. Dagný var ekki alltof sátt með Amandine Henry þegar sú franska var örlagavaldur íslenska landsliðsins enda kom það á daginn að hún hafi verið að svindla á íslensku stelpunum. Amandine Henry fiskaði víti þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Íslands og Frakklands á EM í Hollandi en þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu. Henry féll auðveldlega í teignum eftir samskipti við Elínu Mettu Jensen og úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný sagðist í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV hafa gengið á Amandine Henry þegar þær hittust aftur eftir EM og spurt hana út í meintan leikaraskap. „Það fyrsta sem ég spurði hana af var hvort hún hafi verið að dýfa sér í teignum og hún viðurkenndi það. Þá var ég ánægð því þá var ég ekki að bulla í viðtölum eftir leikinn. Ég vissi það alveg annars hefði ég ekki sagt þetta. Hún viðurkenndi þetta sem ég var ánægð með,“ sagði Dagný í viðtalsbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.Upp komast svik um síðir! Amandine Henry hin franska viðurkennir að hafa dýft sér gegn Íslandi á EM í sumar. https://t.co/oeEMgnH6pHpic.twitter.com/hlL92GaOdK — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 18, 2017 „Við ræddum leikinn þegar við hittumst aftur og föðmuðumst þá og þökkuðum hvorri annarri fyrir leikinn. Þetta sat í manni á meðan á EM stóð en svo kom ég út og hitti hana og þá er þetta bara búið. Svona er fótboltaleikurinn,“ sagði Dagný í viðtalinu við Þorkel Gunnar sem má sjá allt hér. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt út í Þýskalandi þar sem liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og hin franska Amandine Henry urðu á dögunum bandarískir meistarar með liði Portland Thorns en það var ekki eins gott á milli þeirra á EM í Hollandi síðasta sumar. Dagný var ekki alltof sátt með Amandine Henry þegar sú franska var örlagavaldur íslenska landsliðsins enda kom það á daginn að hún hafi verið að svindla á íslensku stelpunum. Amandine Henry fiskaði víti þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Íslands og Frakklands á EM í Hollandi en þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu. Henry féll auðveldlega í teignum eftir samskipti við Elínu Mettu Jensen og úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný sagðist í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV hafa gengið á Amandine Henry þegar þær hittust aftur eftir EM og spurt hana út í meintan leikaraskap. „Það fyrsta sem ég spurði hana af var hvort hún hafi verið að dýfa sér í teignum og hún viðurkenndi það. Þá var ég ánægð því þá var ég ekki að bulla í viðtölum eftir leikinn. Ég vissi það alveg annars hefði ég ekki sagt þetta. Hún viðurkenndi þetta sem ég var ánægð með,“ sagði Dagný í viðtalsbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.Upp komast svik um síðir! Amandine Henry hin franska viðurkennir að hafa dýft sér gegn Íslandi á EM í sumar. https://t.co/oeEMgnH6pHpic.twitter.com/hlL92GaOdK — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 18, 2017 „Við ræddum leikinn þegar við hittumst aftur og föðmuðumst þá og þökkuðum hvorri annarri fyrir leikinn. Þetta sat í manni á meðan á EM stóð en svo kom ég út og hitti hana og þá er þetta bara búið. Svona er fótboltaleikurinn,“ sagði Dagný í viðtalinu við Þorkel Gunnar sem má sjá allt hér. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt út í Þýskalandi þar sem liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM á morgun.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira