Gott að gleyma sér í söng Elín Albertsdóttir skrifar 12. október 2017 14:00 Þórdís Birna Borgarsdóttir, söngkona og námsmaður hefur tvisvar verið þátttakandi í Söngvakeppni sjónvarpsins. MYND/ERNIR Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni. Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Khalid kemur út úr skápnum Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni.
Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Khalid kemur út úr skápnum Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira