Hækka verðmat á Skeljungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 11:00 Afkoma Skeljungs var yfir væntingum greinenda á fyrri helmingi ársins. Vísir/GVA Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira