Þrír slást um hylli tíu þúsund félagsmanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2017 06:00 vísir/vilhelm Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um framboð sitt 3. október. Á föstudagskvöld, skömmu áður en framboðsfrestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðningi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunnskólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildarfélaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sammála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru samþykkt. „Hlutverk formanns kennarasambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameiginlegu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólafur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sambandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræðunni núna að bregðast við viðvarandi kennaraskorti á leikskólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa einhverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kennaranámið. Við munum aldrei samþykkja að slakað verði á menntunarkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu menntamála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verður áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um framboð sitt 3. október. Á föstudagskvöld, skömmu áður en framboðsfrestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðningi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunnskólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildarfélaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sammála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru samþykkt. „Hlutverk formanns kennarasambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameiginlegu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólafur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sambandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræðunni núna að bregðast við viðvarandi kennaraskorti á leikskólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa einhverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kennaranámið. Við munum aldrei samþykkja að slakað verði á menntunarkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu menntamála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verður áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira