Ný persóna eftir að hafa fengið gaskút í höfuðið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. október 2017 06:00 Besta úthátíðin var haldin við Hellu árin 2011 og 2012. vísir/pjetur Konu, sem fékk slæma áverka á höfði þegar gaskút var kastað á tjald þar sem hún lá sofandi á útihátíð, hafa verið dæmdar ríflega 3,7 milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að konan hafi verið gestur á útihátíð á Rangárvöllum við Hellu í júlí 2012. Hún bar fyrir dómi að hún og maður sem með henni var hefðu farið að sofa í tjaldi sínu. „Hún hefði vaknað um morguninn og fundið að hún var alblóðug og með skurð á enninu. Þá hafi verið blóð á tjaldhimninum,“ segir um frásögn konunnar. Þá segir konan að vitni á staðnum hafi komið til hennar og bent á menn sem hefðu verið að kasta gaskút á milli sín nálægt tjaldinu. „Hún hefði farið og talað við mennina og þeir hefðu beðið hana afsökunar.“ Konan kærði atvikið til lögreglu sem felldi málið niður. Jafnframt leitaði hún til bótanefndar ríkisins sem sagði óvissu um málsatvik og hafnaði kröfu hennar árið 2015. Stefndi hún þá ríkinu. Fyrir dómi var lagt fram vottorð taugasálfræðings um persónuleikabreytingar sem orðið höfðu á konunni vegna áverkans. „Áður hafi hún verið skvísa og farið út á meðal fólks og tekið þátt í viðburðum, en nú nenni hún ekki að mála sig eða taka þátt í viðburðum, fari minna út. Það spili inn í hve þreytt hún verði þegar áreiti er mikið,“ segir í vottorði taugasálfræðingsins sem kveður hana bæði hafa gefist upp í líkamsrækt og hestamennsku. Þá kvarti konan undan minnis- og einbeitingarerfiðleikum. „Á ferðalögum verði hún mjög þreytt og þurfi þá mikinn svefn að þeim loknum. Hún reyni því að ferðast sem minnst.“ Sömuleiðis séu til staðar líkamleg einkenni eins og dofi í andliti og höfði, þrálátur höfuðverkur, stirðleiki í hálsi, úthaldsskortur, skert lyktarskyn, jafnvægiserfiðleikar, svimi og yfirliðakennd. Hún eigi erfitt með að átta sig á hvað fólk sé að segja, verði pirruð og hafi minni sjálfstjórn. Hún hafi dregið sig í hlé félagslega. „Að sumu leyti hafi lífið verið tekið frá henni.“ Tveir menn sem voru að kasta gaskútnum á milli sín neituðu báðir að kúturinn hefði lent á tjaldi. Sjúkragæslumenn sem komu á staðinn sögðu að á vettvangi hefði verið talað um að einhver hefði lamið í tjaldið með áhaldi, gaskút eða öðru eða að gaskút hefði verið kastað. Tveir dómkvaddir matsmenn sögðu að atburður eins og konan lýsti væri vel til þess fallinn að valda þeim einkennum sem hún hafi lýst. Í málsvörn ríkisins sagði að ekki væri sannað að refsiverður verknaður hefði verið framinn og hann valdið áverkum konunnar. Þar sem ekki hafi verið höfðað sakamál á hendur þeim grunuðu sé ekki hægt að byggja á því að þeir hafi valdið áverkunum. Til þess að heimilt sé að greiða bætur þurfi ríkið að eiga kröfu á einhvern sem framið hafi refsiverðan verknað. Dómurinn segir hins vegar að nægar líkur hafi verið leiddar að því að konan „hafi hlotið meiðsl sín af því að verða fyrir gaskút sem óþekktur aðili hafi kastað frá sér og að háttsemi hans yrði metin til sakar“. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Konu, sem fékk slæma áverka á höfði þegar gaskút var kastað á tjald þar sem hún lá sofandi á útihátíð, hafa verið dæmdar ríflega 3,7 milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að konan hafi verið gestur á útihátíð á Rangárvöllum við Hellu í júlí 2012. Hún bar fyrir dómi að hún og maður sem með henni var hefðu farið að sofa í tjaldi sínu. „Hún hefði vaknað um morguninn og fundið að hún var alblóðug og með skurð á enninu. Þá hafi verið blóð á tjaldhimninum,“ segir um frásögn konunnar. Þá segir konan að vitni á staðnum hafi komið til hennar og bent á menn sem hefðu verið að kasta gaskút á milli sín nálægt tjaldinu. „Hún hefði farið og talað við mennina og þeir hefðu beðið hana afsökunar.“ Konan kærði atvikið til lögreglu sem felldi málið niður. Jafnframt leitaði hún til bótanefndar ríkisins sem sagði óvissu um málsatvik og hafnaði kröfu hennar árið 2015. Stefndi hún þá ríkinu. Fyrir dómi var lagt fram vottorð taugasálfræðings um persónuleikabreytingar sem orðið höfðu á konunni vegna áverkans. „Áður hafi hún verið skvísa og farið út á meðal fólks og tekið þátt í viðburðum, en nú nenni hún ekki að mála sig eða taka þátt í viðburðum, fari minna út. Það spili inn í hve þreytt hún verði þegar áreiti er mikið,“ segir í vottorði taugasálfræðingsins sem kveður hana bæði hafa gefist upp í líkamsrækt og hestamennsku. Þá kvarti konan undan minnis- og einbeitingarerfiðleikum. „Á ferðalögum verði hún mjög þreytt og þurfi þá mikinn svefn að þeim loknum. Hún reyni því að ferðast sem minnst.“ Sömuleiðis séu til staðar líkamleg einkenni eins og dofi í andliti og höfði, þrálátur höfuðverkur, stirðleiki í hálsi, úthaldsskortur, skert lyktarskyn, jafnvægiserfiðleikar, svimi og yfirliðakennd. Hún eigi erfitt með að átta sig á hvað fólk sé að segja, verði pirruð og hafi minni sjálfstjórn. Hún hafi dregið sig í hlé félagslega. „Að sumu leyti hafi lífið verið tekið frá henni.“ Tveir menn sem voru að kasta gaskútnum á milli sín neituðu báðir að kúturinn hefði lent á tjaldi. Sjúkragæslumenn sem komu á staðinn sögðu að á vettvangi hefði verið talað um að einhver hefði lamið í tjaldið með áhaldi, gaskút eða öðru eða að gaskút hefði verið kastað. Tveir dómkvaddir matsmenn sögðu að atburður eins og konan lýsti væri vel til þess fallinn að valda þeim einkennum sem hún hafi lýst. Í málsvörn ríkisins sagði að ekki væri sannað að refsiverður verknaður hefði verið framinn og hann valdið áverkum konunnar. Þar sem ekki hafi verið höfðað sakamál á hendur þeim grunuðu sé ekki hægt að byggja á því að þeir hafi valdið áverkunum. Til þess að heimilt sé að greiða bætur þurfi ríkið að eiga kröfu á einhvern sem framið hafi refsiverðan verknað. Dómurinn segir hins vegar að nægar líkur hafi verið leiddar að því að konan „hafi hlotið meiðsl sín af því að verða fyrir gaskút sem óþekktur aðili hafi kastað frá sér og að háttsemi hans yrði metin til sakar“.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira