Rekinn eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og brot Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2017 12:27 Martin Timell hefur meðal annars stjórnað skemmtiþættinum Deal or no deal og Äntligen hemma. Wikipedia Martin Timell, einn vinsælasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, hefur verið látinn fara frá sjónvarpsstöðinni TV4 eftir ásakanir fjölda samstarfskvenna hans um að hann hafi brotið gegn og áreitt þær kynferðislega um árabil. TV4 er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin í Svíþjóð og hefur tekið alla þætti sjónvarpsmannsins, sem sýna átti í haust, af dagskrá. Fjölmargar konur hafa greint frá því á samfélagsmiðlum með kassamerkinu #metoo að þær hafi þurft að sæta kynferðislegri áreitni af hendi sjónvarpsmannsins á síðustu árum. Timell hefur meðal annars stjórnað skemmtiþættinum Deal or no deal og Äntligen hemma, þáttar þar sem fylgst er með framkvæmdum á heimilum fólks. Í samtali við fréttastofu TV4 viðurkenndi Timell að hafa káfað á samstarfskonum og að hann ætli að hringja og biðja konur afsökunar, auk þess að hann hafi leitað sér aðstoðar. „Ég hef ekki gert mér grein fyrir því að ég hafi farið illa með fólk.“ Þá segir hann að TV4 hafi gert rétt með því að láta sig fara og taka þætti hans af dagskrá. Hann sé í áfalli að hann hafi farið illa með svo marga.Í frétt SVT er haft eftir starfsmanni framleiðslufyrirtækis Äntlingen hemma að vandamál tengd Timell hafi ítrekað komið upp um margra ára skeið. Reynt hafi verið að fá hann til að bæta ráð sitt. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislega áreitni innan sænska fjölmiðlageirans að undanförnu og hefur annar vinsæll sænskur sjónvarpsmaður, sem starfar hjá ríkissjónvarpinu SVT, verið ásakaður um kynferðislega áreitni. SVT hefur þó ákveðið að taka þætti hans ekki af dagskrá, þó að það verði endurskoðað leiði rannsókn í ljós að hann hafi gerst brotlegur. Sömuleiðis hafa sænskir fjölmiðlar einnig mikið fjallað um kynferðislega áreitni inni á ritstjórnarskrifstofum Aftonbladet, þar sem tveir karlmenn á ritstjórninni hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Konur á ritstjórninni hafa margar greint frá því hafa þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni og að þar hafi ríkt þöggunarmenning innandyra. MeToo Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Martin Timell, einn vinsælasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, hefur verið látinn fara frá sjónvarpsstöðinni TV4 eftir ásakanir fjölda samstarfskvenna hans um að hann hafi brotið gegn og áreitt þær kynferðislega um árabil. TV4 er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin í Svíþjóð og hefur tekið alla þætti sjónvarpsmannsins, sem sýna átti í haust, af dagskrá. Fjölmargar konur hafa greint frá því á samfélagsmiðlum með kassamerkinu #metoo að þær hafi þurft að sæta kynferðislegri áreitni af hendi sjónvarpsmannsins á síðustu árum. Timell hefur meðal annars stjórnað skemmtiþættinum Deal or no deal og Äntligen hemma, þáttar þar sem fylgst er með framkvæmdum á heimilum fólks. Í samtali við fréttastofu TV4 viðurkenndi Timell að hafa káfað á samstarfskonum og að hann ætli að hringja og biðja konur afsökunar, auk þess að hann hafi leitað sér aðstoðar. „Ég hef ekki gert mér grein fyrir því að ég hafi farið illa með fólk.“ Þá segir hann að TV4 hafi gert rétt með því að láta sig fara og taka þætti hans af dagskrá. Hann sé í áfalli að hann hafi farið illa með svo marga.Í frétt SVT er haft eftir starfsmanni framleiðslufyrirtækis Äntlingen hemma að vandamál tengd Timell hafi ítrekað komið upp um margra ára skeið. Reynt hafi verið að fá hann til að bæta ráð sitt. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislega áreitni innan sænska fjölmiðlageirans að undanförnu og hefur annar vinsæll sænskur sjónvarpsmaður, sem starfar hjá ríkissjónvarpinu SVT, verið ásakaður um kynferðislega áreitni. SVT hefur þó ákveðið að taka þætti hans ekki af dagskrá, þó að það verði endurskoðað leiði rannsókn í ljós að hann hafi gerst brotlegur. Sömuleiðis hafa sænskir fjölmiðlar einnig mikið fjallað um kynferðislega áreitni inni á ritstjórnarskrifstofum Aftonbladet, þar sem tveir karlmenn á ritstjórninni hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Konur á ritstjórninni hafa margar greint frá því hafa þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni og að þar hafi ríkt þöggunarmenning innandyra.
MeToo Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira