Tökum upp þrepaskiptan persónuafslátt Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 24. október 2017 10:30 Stórauknar skattbyrðar á lífeyrislaun og lágmarkslaun eru vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki hækkað eins og launavísitalan frá 1988. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri. Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það. Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum. Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi. Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt. Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk. Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“ Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Kosningar 2017 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stórauknar skattbyrðar á lífeyrislaun og lágmarkslaun eru vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki hækkað eins og launavísitalan frá 1988. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri. Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það. Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum. Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi. Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt. Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk. Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“ Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun