Vinnutíminn heillar Hildi ekki til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2017 08:30 Telma Lind Ásgeirsdóttir og stöllur hennar í Blikaliðinu eru að standa sig mjög vel í byrjun Íslandsmótsins. vísir/Ernir Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira