Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 20:44 Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndarinnar í dag. Vísir/Ernir Óskar Einarsson, lungnalæknir, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að læknar Karolinska sjúkrahússins væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Hann heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á Landspítalann til eftirmeðferðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Óskari Einarssyni vegna skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið svokallaða. Skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Óskar annaðist meðferð og eftirlit með Erítreumanninum Andemariam Beyene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. „Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH. Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum,” segir Óskar í yfirlýsingu sinni. Óskar segir einnig að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karólínska sjúkrahússins um annað álit á meðferðarúrræðum fyrir Beyene. Beyene lést árið 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri.Engar forsendur til að efast um heilindi Macchiarini Óskar, ásamt Tómasi Guðbjartssyni, var titlaður sem meðhöfundur á grein ítalska læknisins Paolo Macchiarini um barkaígræðslur sem birtist í læknaritinu Lancet en hann segist harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur greinarinnar. Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar. „Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós,“ segir Óskar. Í byrjun árs 2017 óskaði Óskar eftir því að vera fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.Hefur aldrei hitt, né rætt við Macchiarini „Ég hef aldrei hit eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini, né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson,” segir Óskar. Hann segir að því loknu að nú muni hann gefa sér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra sig við yfirmenn sína á Landspítalanum um efni hennar. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Óskar Einarsson, lungnalæknir, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að læknar Karolinska sjúkrahússins væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Hann heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á Landspítalann til eftirmeðferðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Óskari Einarssyni vegna skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið svokallaða. Skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Óskar annaðist meðferð og eftirlit með Erítreumanninum Andemariam Beyene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. „Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH. Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum,” segir Óskar í yfirlýsingu sinni. Óskar segir einnig að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karólínska sjúkrahússins um annað álit á meðferðarúrræðum fyrir Beyene. Beyene lést árið 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri.Engar forsendur til að efast um heilindi Macchiarini Óskar, ásamt Tómasi Guðbjartssyni, var titlaður sem meðhöfundur á grein ítalska læknisins Paolo Macchiarini um barkaígræðslur sem birtist í læknaritinu Lancet en hann segist harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur greinarinnar. Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar. „Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós,“ segir Óskar. Í byrjun árs 2017 óskaði Óskar eftir því að vera fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.Hefur aldrei hitt, né rætt við Macchiarini „Ég hef aldrei hit eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini, né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson,” segir Óskar. Hann segir að því loknu að nú muni hann gefa sér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra sig við yfirmenn sína á Landspítalanum um efni hennar.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda