Síminn smekkfullur af áróðursmyndböndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 07:59 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30
Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23