Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 06:20 Vettvangnum var í gærkvöldi lýst sem blóðbaði. Vísir/getty Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:„Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“„Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“„Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“ Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017 Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:„Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“„Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“„Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“ Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56