Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2017 19:50 Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð. Sjávarútvegur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð.
Sjávarútvegur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent