Hyperloop lest áformuð í Denver Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 10:38 Svona gæti Hyperloop lestin í Denver litið út. Mikil alvara virðist bakvið hugmyndir borgaryfirvalda í Denver í Colorado um smíði einskonar Hyperloop lestar sem tengja á bæði miðbæ Denver við alþjóðaflugvöllinn í nágrenni Denver og tengingu við borgina Boulder í sama ríki. Ferðatími milli þessara staða verður aðeins 10 mínútur og gert er ráð fyrir um 320 km/klst ferðahraða lestarinnar í lokuðu röri. Rörið verður ekki lofttæmt og mun því lestin ekki ná viðlíka hraða og gert er ráð fyrir í lofttæmdum lestum að hugmynd Elon Musk eigandi og forstjóra Tesla, en hann var fyrstur til að kynna þessar svokölluðu Hyperloop lesta. Í lofttæmdu röri má ná allt að 1.000 km hraða. Það er fyrirtækið Arrivo sem er í samstarfi við borgaryfirvöld í Denver um þessa lausn á miklum umferðarvanda sem Denver stendur frammi fyrir. Þar er umferðin orðin svo þung að byltingarkenndra lausna er þörf. Í þessari fyrirhuguðu Hyperloop lest í Denver er gert ráð fyrir að einnig verði hægt að flytja vörur og bíla á þar til gerðum sleðum inní rörinu og ætti það að minnka einnig stórlega alla þá vöruflutninga sem um Denver fer nú á götum borgarinnar. Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent
Mikil alvara virðist bakvið hugmyndir borgaryfirvalda í Denver í Colorado um smíði einskonar Hyperloop lestar sem tengja á bæði miðbæ Denver við alþjóðaflugvöllinn í nágrenni Denver og tengingu við borgina Boulder í sama ríki. Ferðatími milli þessara staða verður aðeins 10 mínútur og gert er ráð fyrir um 320 km/klst ferðahraða lestarinnar í lokuðu röri. Rörið verður ekki lofttæmt og mun því lestin ekki ná viðlíka hraða og gert er ráð fyrir í lofttæmdum lestum að hugmynd Elon Musk eigandi og forstjóra Tesla, en hann var fyrstur til að kynna þessar svokölluðu Hyperloop lesta. Í lofttæmdu röri má ná allt að 1.000 km hraða. Það er fyrirtækið Arrivo sem er í samstarfi við borgaryfirvöld í Denver um þessa lausn á miklum umferðarvanda sem Denver stendur frammi fyrir. Þar er umferðin orðin svo þung að byltingarkenndra lausna er þörf. Í þessari fyrirhuguðu Hyperloop lest í Denver er gert ráð fyrir að einnig verði hægt að flytja vörur og bíla á þar til gerðum sleðum inní rörinu og ætti það að minnka einnig stórlega alla þá vöruflutninga sem um Denver fer nú á götum borgarinnar.
Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent