7 sæta Lexus RX á bílasýningunni í Los Angeles Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 11:30 Lexus RX á íslenskum vegum. Lexus hefur greint frá því að fyrirtækið muni sýna lengri gerð Lexus RX jeppa síns með pláss fyrir 7 farþega á komandi bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Er þar bæði um að ræða Lexus RX 350L og RX 450hL, en sá síðartaldi er Hybrid útgáfa bílsins. Upphaflega ætlaði Lexus að sýna þessa bíla á Tokyo Motor Show sýningunni sem er nýafstaðin, en í staðinn valdi Lexus að sýna bílana í Bandaríkjunum og kemur það kannski ekki á óvart í ljósi þess að Lexus merkið var helst stofnað til að selja Bandaríkjamönnum lúxusbíla og langmest sala Lexus bíla er einmitt þar. Sami vélbúnaður er í þessari lengri gerðum og þeim styttri, eða 295 hestafla 3,5 lítra bensínvél í RX 350 og 308 hestafla sama vél í RX 450. Bílasýningin í Los Angeles opnar þann 27. nóvember. Ef til vill rata þessar lengri gerðir Lexus RX 350/RX 450 til Íslands líka í fyllingu tímans. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent
Lexus hefur greint frá því að fyrirtækið muni sýna lengri gerð Lexus RX jeppa síns með pláss fyrir 7 farþega á komandi bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Er þar bæði um að ræða Lexus RX 350L og RX 450hL, en sá síðartaldi er Hybrid útgáfa bílsins. Upphaflega ætlaði Lexus að sýna þessa bíla á Tokyo Motor Show sýningunni sem er nýafstaðin, en í staðinn valdi Lexus að sýna bílana í Bandaríkjunum og kemur það kannski ekki á óvart í ljósi þess að Lexus merkið var helst stofnað til að selja Bandaríkjamönnum lúxusbíla og langmest sala Lexus bíla er einmitt þar. Sami vélbúnaður er í þessari lengri gerðum og þeim styttri, eða 295 hestafla 3,5 lítra bensínvél í RX 350 og 308 hestafla sama vél í RX 450. Bílasýningin í Los Angeles opnar þann 27. nóvember. Ef til vill rata þessar lengri gerðir Lexus RX 350/RX 450 til Íslands líka í fyllingu tímans.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent