Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 08:26 Kjarasamningur flugliða WOW air hefur verið laus síðan í september í fyrra. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd nýja stéttarfélagsins sem fengið hefur nafnið Samband íslenskra flugliða. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur flugliða WOW air hafi verið laus síðan í september í fyrra. „Formlegar samningaviðræður hafa staðið yfir frá því snemma á þessu ári og voru kröfur sem komu frá flugliðum WOW air hafðar að leiðarljósi í samningaviðræðum við flugfélagið. Samninganefnd FFÍ er skipuð flugliðum WOW air sem starfa í umboði Flugfreyjufélags Íslands. Niðurstaðan er kjarasamningur sem náðst hefur við flugfélagið. Næsta eðlilega skref er að leggja samninginn í kosningu félagsmanna FFÍ sem starfa fyrir WOW air. Sú staða er nú komin upp að formaður FFÍ telur sig ekki geta skrifað undir samninginn fyrir hönd félagsins og sett hann í framhaldinu í kosningu hjá starfsmönnum WOW air. Þetta þýðir það að flugliðar WOW air geta ekki tekið afstöðu til samningsins og kosið um hann. Þann 27. október síðastliðinn hélt samninganefndin stöðufund með flugliðum WOW air þar sem þeir voru upplýstir um gerð samningsins og stöðu mála gagnvart FFÍ. Í fundinum kom mjög skýrt fram hjá þeim tæplega 100 manns sem mættu á fundinn að þeir hefðu áhuga á að kjósa um samninginn,“ segir í tilkynningunni. Erla Pálsdóttir sem situr í undirbúningsnefnd hins nýja stéttarfélags segir að flugliðar WOW air hafi lága rödd innan Flugfreyjusambands Íslands. Hávær krafa sé uppi á meðal flugliða fyrirtækisins um að fá að kjósa um nýja kjarasamninginn. „Flugliðum WOW air hefur fjölgað gríðarlega eftir inngöngu í FFÍ árið 2012 og er það ljóst að okkur mun fjölga mikið á næstu ár. Þegar metin er sú staða sem upp er komin innan FFÍ, hversu lága rödd við höfum innan þess og sú háværa krafa sem upp kom á stöðufundinum um að fá að kjósa um þennan samning þá sjáum við ekki að okkar hagsmunum sé best gætt innan FFÍ og höfum því ákveðið að stofna nýtt félag fyrir flugliða“ segir Erla. Kjaramál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd nýja stéttarfélagsins sem fengið hefur nafnið Samband íslenskra flugliða. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur flugliða WOW air hafi verið laus síðan í september í fyrra. „Formlegar samningaviðræður hafa staðið yfir frá því snemma á þessu ári og voru kröfur sem komu frá flugliðum WOW air hafðar að leiðarljósi í samningaviðræðum við flugfélagið. Samninganefnd FFÍ er skipuð flugliðum WOW air sem starfa í umboði Flugfreyjufélags Íslands. Niðurstaðan er kjarasamningur sem náðst hefur við flugfélagið. Næsta eðlilega skref er að leggja samninginn í kosningu félagsmanna FFÍ sem starfa fyrir WOW air. Sú staða er nú komin upp að formaður FFÍ telur sig ekki geta skrifað undir samninginn fyrir hönd félagsins og sett hann í framhaldinu í kosningu hjá starfsmönnum WOW air. Þetta þýðir það að flugliðar WOW air geta ekki tekið afstöðu til samningsins og kosið um hann. Þann 27. október síðastliðinn hélt samninganefndin stöðufund með flugliðum WOW air þar sem þeir voru upplýstir um gerð samningsins og stöðu mála gagnvart FFÍ. Í fundinum kom mjög skýrt fram hjá þeim tæplega 100 manns sem mættu á fundinn að þeir hefðu áhuga á að kjósa um samninginn,“ segir í tilkynningunni. Erla Pálsdóttir sem situr í undirbúningsnefnd hins nýja stéttarfélags segir að flugliðar WOW air hafi lága rödd innan Flugfreyjusambands Íslands. Hávær krafa sé uppi á meðal flugliða fyrirtækisins um að fá að kjósa um nýja kjarasamninginn. „Flugliðum WOW air hefur fjölgað gríðarlega eftir inngöngu í FFÍ árið 2012 og er það ljóst að okkur mun fjölga mikið á næstu ár. Þegar metin er sú staða sem upp er komin innan FFÍ, hversu lága rödd við höfum innan þess og sú háværa krafa sem upp kom á stöðufundinum um að fá að kjósa um þennan samning þá sjáum við ekki að okkar hagsmunum sé best gætt innan FFÍ og höfum því ákveðið að stofna nýtt félag fyrir flugliða“ segir Erla.
Kjaramál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira