Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana. Srí Lanka Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana.
Srí Lanka Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira