Gunnar Birgisson var nær dauða en lífi þremur dögum fyrir sjötugsafmælið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var hætt kominn þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum. Hann sé þó hvergi hættur störfum, hann þurfi bara að jafna sig aðeins betur. Erla Björg Gunnarsdóttir heimsótti Gunnar. Gunnar dvelur nú á heimili sínu í Kópavogi á meðan hann jafnar sig eftir stóra aðgerð í lok september en annað heimili hans er á Siglufirði. Þremur dögum fyrir sjötugsafmælið þyrmdi yfir Gunnar. Hann var einn heima á Siglufirði og hringdi strax á sjúkrabíl. Hann var fluttur fyrst á Akureyri og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fór í stóra aðgerð. „Það var farið með mig beint á skurðstofuna og þá kemur þessi sígilda spurning: Hefurðu ofnæmi fyrir einhverju, Gunnar Birgisson? Já. Og hvað er það? Það eru kommúnistar, sagði ég. Ég er líklega eini sem hef fengið það skráð á sjúkraskrá. En ég segi þeim að drífa í þessu og svo er ég skorinn. Líkurnar voru meiri en fimm prósent en minni en tíu prósent.“ Læknar sögðu það kraftaverk að Gunnar hafi lifað aðgerðina af, en í aðgerðinni fékk hann nýja hjartaloku.Sér lífið í nýju ljósi Gunnar þakkar konu sinni fyrir stuðninginn sem kom honum á fætur eftir aðgerðina og segist hann sjá lífið í nýju ljósi þar sem ástvinirnir eru fremstir í forgangi. „Forsjónin var mér hliðholl og gamla máltækið er þannig að ekki verður ófeigum í hel komið og það gilti um mig. En þeir sögðu að ég hefði sterkan líkama og sterkan lífsvilja, og það hafi kannski gert útslagið.“ Nú tekur við endurhæfing hjá Gunnari og bíður hann eftir að verða nógu hraustur til að fara á Reykjalund. „Síðan mun bara lífið halda áfram. Ég leggst ekki í kör þótt þetta hafi komið fyrir. Ég þakka almættinu fyrir og held bara áfram. Það er enginn bilbugur á mér í því.“ Síðustu daga hefur Gunnar verið að þjálfa fínhreyfingarnar með því að árita ævisögu sína sem kemur út í vikunni. Þar segist Gunnar segja hreint og beint frá sínu lífi og störfum. Það verða ekki allir ánægðir því ég er vanur að tala tæpitungulaust. Það var einn kollegi minn í pólitíkinni sem gaf út ævisögu sína. Hann dáðist aðallega að pabba sínum, hvað hann var myndarlegur við skrifborðið og hvað hann var duglegur, pabbi hans. Það voru fleiri kaflar um þetta. En hann þorði ekkert að segja um pólitíkina. En það er nóg þarna,“ segir Gunnar sposkur á svip. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var hætt kominn þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum. Hann sé þó hvergi hættur störfum, hann þurfi bara að jafna sig aðeins betur. Erla Björg Gunnarsdóttir heimsótti Gunnar. Gunnar dvelur nú á heimili sínu í Kópavogi á meðan hann jafnar sig eftir stóra aðgerð í lok september en annað heimili hans er á Siglufirði. Þremur dögum fyrir sjötugsafmælið þyrmdi yfir Gunnar. Hann var einn heima á Siglufirði og hringdi strax á sjúkrabíl. Hann var fluttur fyrst á Akureyri og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fór í stóra aðgerð. „Það var farið með mig beint á skurðstofuna og þá kemur þessi sígilda spurning: Hefurðu ofnæmi fyrir einhverju, Gunnar Birgisson? Já. Og hvað er það? Það eru kommúnistar, sagði ég. Ég er líklega eini sem hef fengið það skráð á sjúkraskrá. En ég segi þeim að drífa í þessu og svo er ég skorinn. Líkurnar voru meiri en fimm prósent en minni en tíu prósent.“ Læknar sögðu það kraftaverk að Gunnar hafi lifað aðgerðina af, en í aðgerðinni fékk hann nýja hjartaloku.Sér lífið í nýju ljósi Gunnar þakkar konu sinni fyrir stuðninginn sem kom honum á fætur eftir aðgerðina og segist hann sjá lífið í nýju ljósi þar sem ástvinirnir eru fremstir í forgangi. „Forsjónin var mér hliðholl og gamla máltækið er þannig að ekki verður ófeigum í hel komið og það gilti um mig. En þeir sögðu að ég hefði sterkan líkama og sterkan lífsvilja, og það hafi kannski gert útslagið.“ Nú tekur við endurhæfing hjá Gunnari og bíður hann eftir að verða nógu hraustur til að fara á Reykjalund. „Síðan mun bara lífið halda áfram. Ég leggst ekki í kör þótt þetta hafi komið fyrir. Ég þakka almættinu fyrir og held bara áfram. Það er enginn bilbugur á mér í því.“ Síðustu daga hefur Gunnar verið að þjálfa fínhreyfingarnar með því að árita ævisögu sína sem kemur út í vikunni. Þar segist Gunnar segja hreint og beint frá sínu lífi og störfum. Það verða ekki allir ánægðir því ég er vanur að tala tæpitungulaust. Það var einn kollegi minn í pólitíkinni sem gaf út ævisögu sína. Hann dáðist aðallega að pabba sínum, hvað hann var myndarlegur við skrifborðið og hvað hann var duglegur, pabbi hans. Það voru fleiri kaflar um þetta. En hann þorði ekkert að segja um pólitíkina. En það er nóg þarna,“ segir Gunnar sposkur á svip.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira