Formaður BHM segir það fyrirslátt að hafa sett kjaraviðræður á ís vegna kosninga Atli Ísleifsson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 12. nóvember 2017 14:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. Vísir/Vilhelm Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa kjarasamninga frá 1. september síðastliðinn. Formaður BHM gagnrýnir stjórnvöld fyrir að nýta haustið illa og að það sé fyrirsláttur að setja allt á ís vegna kosninga. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún lausa kjarasamninga hjá aðildarfélögum BHM sem eru sautján talsins. Hún segir það hafa legið ljóst fyrir í langan tíma að þessi staða myndi koma upp og því sé undarlegt hve seint sé brugðist við. „Þá er það þannig ég er þannig skoðunar að það sé hægt að gera kjarasamninga þótt það sé starfandi starfsstjórn eins og það er kallað og hefur verið undanfarnar vikur frá miðjum september. Ríkið er vinnuveitandi og við erum hér að semja fyrir okkar fólk hjá ríkinu. Þetta er verkefni sem þarf að klára. Þetta er ekki verkefni sem dúkkaði upp einn daginn. Það hafa allir vitað síðan að gerðardómur var úrskurðaður hvað þetta þýddi og hvenær þyrfti að semja aftur. Ég er þeirrar skoðunar að haustið hafi verið illa nýtt,“ segir Þórunn.Hefði mátt nýtta tímann beturÞórunn segir að það hefði mátt nýta tímann betur. „Það var búið að samþykkja fjármálaáætlun, en það var reyndar ekki búð að afgreiða fjáragafrumvarp fyrir næsta ár. En ekkert af þessum verkefnum eru verkefni sem ríkið – fjármálaráðuneytið, kjara- og mannauðssýslan – og þetta átti að koma á óvart. Mér finnst það vera fyrirsláttur að setja allt á ís þó það hafi þurft að halda kosningar.“ Fundum hefur verið frestað í haust fram í miðjan nóvember sem þýðir að fyrstu fundir eru í næstu viku. „Við lögðum á það ríka áherslu í upphafi og gerum það enn að þessi félög innan BHM hafa mörg hver ekki fengið neitt samtal um sérkröfur sínar, vinnuaðstæður, vinnuumhverfi, vaktafyrirkomulag og þess háttar hluti, sem meira framkvæmdaatriði og hægt að ræða án þess að ræða launaliðinn beinlínis,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Kjaramál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa kjarasamninga frá 1. september síðastliðinn. Formaður BHM gagnrýnir stjórnvöld fyrir að nýta haustið illa og að það sé fyrirsláttur að setja allt á ís vegna kosninga. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún lausa kjarasamninga hjá aðildarfélögum BHM sem eru sautján talsins. Hún segir það hafa legið ljóst fyrir í langan tíma að þessi staða myndi koma upp og því sé undarlegt hve seint sé brugðist við. „Þá er það þannig ég er þannig skoðunar að það sé hægt að gera kjarasamninga þótt það sé starfandi starfsstjórn eins og það er kallað og hefur verið undanfarnar vikur frá miðjum september. Ríkið er vinnuveitandi og við erum hér að semja fyrir okkar fólk hjá ríkinu. Þetta er verkefni sem þarf að klára. Þetta er ekki verkefni sem dúkkaði upp einn daginn. Það hafa allir vitað síðan að gerðardómur var úrskurðaður hvað þetta þýddi og hvenær þyrfti að semja aftur. Ég er þeirrar skoðunar að haustið hafi verið illa nýtt,“ segir Þórunn.Hefði mátt nýtta tímann beturÞórunn segir að það hefði mátt nýta tímann betur. „Það var búið að samþykkja fjármálaáætlun, en það var reyndar ekki búð að afgreiða fjáragafrumvarp fyrir næsta ár. En ekkert af þessum verkefnum eru verkefni sem ríkið – fjármálaráðuneytið, kjara- og mannauðssýslan – og þetta átti að koma á óvart. Mér finnst það vera fyrirsláttur að setja allt á ís þó það hafi þurft að halda kosningar.“ Fundum hefur verið frestað í haust fram í miðjan nóvember sem þýðir að fyrstu fundir eru í næstu viku. „Við lögðum á það ríka áherslu í upphafi og gerum það enn að þessi félög innan BHM hafa mörg hver ekki fengið neitt samtal um sérkröfur sínar, vinnuaðstæður, vinnuumhverfi, vaktafyrirkomulag og þess háttar hluti, sem meira framkvæmdaatriði og hægt að ræða án þess að ræða launaliðinn beinlínis,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Kjaramál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira