Ræddi við Samfylkinguna um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en því var hafnað Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. nóvember 2017 13:28 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur til þingflokksfundar í morgun. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir Samfylkinguna hafa hafnað að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þannig sé það nú til skoðunar hjá Vinstri grænum hvort einhver flötur sé á samstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki en þau samtöl séu enn á óformlegu stigi. Undanfarna dagi hafi í raun allir verið að tala við alla. „Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum þá að horfa á það hvort að það sé einhver flötur á að ræða þá við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi þannig að í raun heldur það bara áfram,“ sagði Katrín eftir þingflokksfund VG í morgun. Varðandi óformlegar viðræður flokksins við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sagði Katrín: „Staðan á því máli er í raun og veru sú að við erum að eiga samtöl. Þau samtöl munu halda áfram í dag, það er ekki komið á neitt stig formlegra viðræðna heldur eru bara forsvarsmenn þessara flokka að tala saman.“ Þá væru þær óformlegu viðræður ekki komnar á það stig að flokkarnir séu farnir að raða upp þeim málefnum sem þeir gætu sameinast um. Katrín sagðist jafnframt ekki eiga von á því að einhver af flokksformönnunum þremur fari á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafi fundað í morgun og rætt möguleika á samstarfi bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Píratar og Samfylking vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður að nýju við Vinstri græn og Framsóknarflokk og taka Viðreisn nú með í þær viðræður. Þannig er kominn annar valkostur fyrir Katrínu og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og þá vinstra megin við miðju. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir Samfylkinguna hafa hafnað að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þannig sé það nú til skoðunar hjá Vinstri grænum hvort einhver flötur sé á samstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki en þau samtöl séu enn á óformlegu stigi. Undanfarna dagi hafi í raun allir verið að tala við alla. „Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum þá að horfa á það hvort að það sé einhver flötur á að ræða þá við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi þannig að í raun heldur það bara áfram,“ sagði Katrín eftir þingflokksfund VG í morgun. Varðandi óformlegar viðræður flokksins við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sagði Katrín: „Staðan á því máli er í raun og veru sú að við erum að eiga samtöl. Þau samtöl munu halda áfram í dag, það er ekki komið á neitt stig formlegra viðræðna heldur eru bara forsvarsmenn þessara flokka að tala saman.“ Þá væru þær óformlegu viðræður ekki komnar á það stig að flokkarnir séu farnir að raða upp þeim málefnum sem þeir gætu sameinast um. Katrín sagðist jafnframt ekki eiga von á því að einhver af flokksformönnunum þremur fari á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafi fundað í morgun og rætt möguleika á samstarfi bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Píratar og Samfylking vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður að nýju við Vinstri græn og Framsóknarflokk og taka Viðreisn nú með í þær viðræður. Þannig er kominn annar valkostur fyrir Katrínu og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og þá vinstra megin við miðju.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45