Tímaspursmál hvenær konur ryfu þögnina 23. nóvember 2017 06:45 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. vísir/Ernir Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira