Stefnir allt í kosningar í Þýskalandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. vísir/EPA Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reynir enn að mynda meirihlutastjórn þar í landi þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr stjórnarmyndunarviðræðum flokks hennar, Kristilegra demókrata, við Frjálslynda demókrata og Græningja. Forsetinn Frank-Walter Steinmeier hefur fundað með formönnum allra flokka á þingi í von um að leysa úr stjórnarkreppunni sem upp er komin en eina mögulega meirihlutamynstrið fyrir utan það sem nefnt var hér á undan er samsteypustjórn Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Flokkarnir unnu saman á síðasta kjörtímabili. Reyndar væri mögulegt að mynda meirihluta með aðkomu þjóðernishyggjuflokksins AfD en aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD þannig að sá möguleiki þykir ekki líklegur. Jafnaðarmenn vilja hins vegar ekki vinna aftur með Kristilegum demókrötum. Flokkurinn missti fylgi í nýafstöðnum kosningum og kanslaraefnið Martin Schulz hefur sagt að kjósendur hafi hafnað Stórbandalaginu svokallaða. „Við erum ekki eitthvert neyðaruppfyllingarefni fyrir Merkel,“ sagði Andrea Nahles, formaður þingflokks Jafnaðarmanna, í gær. Því er ólíklegt að Merkel takist að mynda meirihlutastjórn. Þá er því haldið fram að henni þyki minnihlutastjórnir ekki koma til greina og líklegt er því að boðað verði til kosninga á ný. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22 Steinmeier segir flokkunum að halda viðræðum áfram Forseti Þýskalands hyggst ræða við fulltrúa þýsku stjórnmálaflokkanna á næstu dögum. 20. nóvember 2017 14:34 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reynir enn að mynda meirihlutastjórn þar í landi þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr stjórnarmyndunarviðræðum flokks hennar, Kristilegra demókrata, við Frjálslynda demókrata og Græningja. Forsetinn Frank-Walter Steinmeier hefur fundað með formönnum allra flokka á þingi í von um að leysa úr stjórnarkreppunni sem upp er komin en eina mögulega meirihlutamynstrið fyrir utan það sem nefnt var hér á undan er samsteypustjórn Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Flokkarnir unnu saman á síðasta kjörtímabili. Reyndar væri mögulegt að mynda meirihluta með aðkomu þjóðernishyggjuflokksins AfD en aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD þannig að sá möguleiki þykir ekki líklegur. Jafnaðarmenn vilja hins vegar ekki vinna aftur með Kristilegum demókrötum. Flokkurinn missti fylgi í nýafstöðnum kosningum og kanslaraefnið Martin Schulz hefur sagt að kjósendur hafi hafnað Stórbandalaginu svokallaða. „Við erum ekki eitthvert neyðaruppfyllingarefni fyrir Merkel,“ sagði Andrea Nahles, formaður þingflokks Jafnaðarmanna, í gær. Því er ólíklegt að Merkel takist að mynda meirihlutastjórn. Þá er því haldið fram að henni þyki minnihlutastjórnir ekki koma til greina og líklegt er því að boðað verði til kosninga á ný.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22 Steinmeier segir flokkunum að halda viðræðum áfram Forseti Þýskalands hyggst ræða við fulltrúa þýsku stjórnmálaflokkanna á næstu dögum. 20. nóvember 2017 14:34 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22
Steinmeier segir flokkunum að halda viðræðum áfram Forseti Þýskalands hyggst ræða við fulltrúa þýsku stjórnmálaflokkanna á næstu dögum. 20. nóvember 2017 14:34