Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 17:57 Myndin er tekin af sigkatlinum í Öræfajökli í fyrradag. mynd/tómas guðbjartsson Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01
Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19
„Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20