Porsche Boxster fær allt að 494 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2017 15:09 Nýr öflugri Boxster er nú þegar kominn til prófana og til hans sást um daginn. Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent
Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent