Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 19:00 Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Forseti Þýskalands kallaði í dag eftir því að flokkarnir færu aftur að samningaborðinu. Ríkisstjórnarsamstarf blokkar Kristilegra demókrata (CDU/CSU, Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja hefur verið kallað Jamaíkastjórnin eða Jamaíkabandalagið og er það skírskotun til lita í merkjum flokkanna sem eru þeir sömu og í þjóðfána Jamaíka. Önnur umferð stjórnarmyndunarviðræðna þessara flokka hófst á föstudag. Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi lá svo fyrir að flokkarnir þrír myndu ekki ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í dag. „Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier í dag. Hann bað flokkanna um að axla ábyrgð og snúa aftur að samningaborðinu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi flutti hingað til lands frá Þýskalandi um aldamótin síðustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonSabine Leskopf varaborgarfulltrúi er fædd í Þýskalandi en flutti hingað til lands um aldamótin. „Þetta er útfrá stjórnarskránni frekar flókið af því að í Þýskalandi þarf að kjósa fyrst kanslara. Ef það gengur ekki upp með hreinum meirihluta þarf að kjósa aftur og aftur. Svo er þetta svolítið ákvörðun forsetans, hvað hann gerir, hvort hann tilnefni kanslara í minnihlutastjórn eða hvort kosið verði á ný. En þingið getur ekki leyst sjálft sig upp. Það gengur ekki,“ segir Sabine. Forseti Þýskalands getur tilnefnt kanslara í minnihlutastjórn ef flokkarnir koma sér ekki saman um kanslaraefni. Frank Walter-Steinmeier er ekki spenntur fyrir því enda hefur það aldrei verið gert áður. Martin Schulz leiðtogi Jafnaðarmanna hefur útilokað samstarf með Kristilegum demókrötum. Það er því ekki ósennilegt að boðað verði til nýrra kosninga í Þýskalandi. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Forseti Þýskalands kallaði í dag eftir því að flokkarnir færu aftur að samningaborðinu. Ríkisstjórnarsamstarf blokkar Kristilegra demókrata (CDU/CSU, Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja hefur verið kallað Jamaíkastjórnin eða Jamaíkabandalagið og er það skírskotun til lita í merkjum flokkanna sem eru þeir sömu og í þjóðfána Jamaíka. Önnur umferð stjórnarmyndunarviðræðna þessara flokka hófst á föstudag. Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi lá svo fyrir að flokkarnir þrír myndu ekki ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í dag. „Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier í dag. Hann bað flokkanna um að axla ábyrgð og snúa aftur að samningaborðinu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi flutti hingað til lands frá Þýskalandi um aldamótin síðustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonSabine Leskopf varaborgarfulltrúi er fædd í Þýskalandi en flutti hingað til lands um aldamótin. „Þetta er útfrá stjórnarskránni frekar flókið af því að í Þýskalandi þarf að kjósa fyrst kanslara. Ef það gengur ekki upp með hreinum meirihluta þarf að kjósa aftur og aftur. Svo er þetta svolítið ákvörðun forsetans, hvað hann gerir, hvort hann tilnefni kanslara í minnihlutastjórn eða hvort kosið verði á ný. En þingið getur ekki leyst sjálft sig upp. Það gengur ekki,“ segir Sabine. Forseti Þýskalands getur tilnefnt kanslara í minnihlutastjórn ef flokkarnir koma sér ekki saman um kanslaraefni. Frank Walter-Steinmeier er ekki spenntur fyrir því enda hefur það aldrei verið gert áður. Martin Schulz leiðtogi Jafnaðarmanna hefur útilokað samstarf með Kristilegum demókrötum. Það er því ekki ósennilegt að boðað verði til nýrra kosninga í Þýskalandi.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira