Rafmagnaður strætisvagn á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2017 14:46 Mercedes-Benz Citaro rafmagnsstrætó í prufunum. Mercedes-Benz hyggst hefja í lok næsta árs framleiðslu á Mercedes-Benz Citaro strætisvagni sem mun ganga eingöngu fyrir rafmagni. Strætisvagninn hefur engan útblástur og er sérlega hljóðlátur, enda hreinn rafbíll. Þróun á strætisvagninum er nú í fullum gangi hjá Daimler AG, móðurfélagi Mercedes-Benz og eru ýmsar prófanir nú þegar í gangi á bílnum. Framleiðsla á þessum nýja og rafdrifna strætisvagni verður bylting í samgöngutækni í borgum og bæjum að mati forsvarsmanna Daimler enda bæði hagkvæmur og sérlega umhverfisvænn. Hinn nýi Mercedes-Benz Citaro verður með háþróaða rafmótora og lithium-ion rafhlöður. Þessi 100% rafknúni strætisvagn frá Mercedes-Benz er væntanlegur á markað eftir níu mánuði. Citaro strætisvagninn hefur verið framleiddur undanfarið sem Hybrid-bíll og með brunavélum og hefur verið vinsæll sem slíkur. Fimmtíu þúsund Citaro strætisvagnar eru nú komnir á markað með slíkum aflgjöfum en líklegt má telja að ný útfærsla stræstisvagnsins sem hreinn rafbíll verði mjög vinsæl þegar hún kemur á markað eftir rúmt ár. Á ráðstefnunni Áfram Veginn sem Bílgreinasambandið og KPMG héldu í Hörpu 15. nóvember sl. kom fram að drægni þessa strætisvagns verður fyrst um sinn um 150 kílómetrar en mun fara upp í rúma 450 kílómetra innan 2-3 ára þegar vagninn verður fáanlegur með enn öflugri rafbúnaði. Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Innlent Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Harður árekstur á Suðurlandi Innlent Stormur í kortunum Veður
Mercedes-Benz hyggst hefja í lok næsta árs framleiðslu á Mercedes-Benz Citaro strætisvagni sem mun ganga eingöngu fyrir rafmagni. Strætisvagninn hefur engan útblástur og er sérlega hljóðlátur, enda hreinn rafbíll. Þróun á strætisvagninum er nú í fullum gangi hjá Daimler AG, móðurfélagi Mercedes-Benz og eru ýmsar prófanir nú þegar í gangi á bílnum. Framleiðsla á þessum nýja og rafdrifna strætisvagni verður bylting í samgöngutækni í borgum og bæjum að mati forsvarsmanna Daimler enda bæði hagkvæmur og sérlega umhverfisvænn. Hinn nýi Mercedes-Benz Citaro verður með háþróaða rafmótora og lithium-ion rafhlöður. Þessi 100% rafknúni strætisvagn frá Mercedes-Benz er væntanlegur á markað eftir níu mánuði. Citaro strætisvagninn hefur verið framleiddur undanfarið sem Hybrid-bíll og með brunavélum og hefur verið vinsæll sem slíkur. Fimmtíu þúsund Citaro strætisvagnar eru nú komnir á markað með slíkum aflgjöfum en líklegt má telja að ný útfærsla stræstisvagnsins sem hreinn rafbíll verði mjög vinsæl þegar hún kemur á markað eftir rúmt ár. Á ráðstefnunni Áfram Veginn sem Bílgreinasambandið og KPMG héldu í Hörpu 15. nóvember sl. kom fram að drægni þessa strætisvagns verður fyrst um sinn um 150 kílómetrar en mun fara upp í rúma 450 kílómetra innan 2-3 ára þegar vagninn verður fáanlegur með enn öflugri rafbúnaði.
Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Innlent Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Harður árekstur á Suðurlandi Innlent Stormur í kortunum Veður