Synjað um búðir fyrir erlent vinnuafl Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2017 07:00 Somos vildi leyfi fyrir starfsmannabúðum nærri búðum Ístaks á Tungumelum. vísir/stefán Starfsmannaleigan Somos fær ekki að setja upp starfsmannabúðir fyrir útlendinga á Tungumelum í Mosfellsbæ, að því er bæjaráðið þar samþykkti í gær. Bæjarráðið tók ákvörðunina að fenginni umsögn frá umhverfissviði bæjarins. Í henni segir að suðursvæði Tungumela sé óbyggt og ekki deiliskipulagt. Því sé ekki hægt að reisa þar nein mannvirki. Þá sé landið í eigu Landsbankans en ekki Mosfellsbæjar. Somos vísaði í umsókn sinni til þess að Ístak sé þegar með starfsmannabúðir á Tungumelum. Umhverfissviðið segir það ekki sambærilegt. Samkomulag Ístaks og Mosfellsbæjar um vinnubúðir tryggi aðstöðu þeirra sem gista í búðunum með þjónustu frá höfuðstöðvum fyrirtækisins á sama stað. „Þar er aðgangur að mötuneyti, starfsmannaaðstöðu, vinnuaðstöðu og þeirri þjónustu sem veitt er að öðru leyti í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Ístak tryggir ferðir og annast ferðaþjónustu þeirra íbúa sem eru í vinnubúðum Ístaks þannig að ekki er þörf á almenningssamgöngum á svæðið,“ segir í umsögninni. Ekki sé að sjá af erindi Somos að þessi þjónusta verði í búðum Somos. „Ekki eru fyrir hendi skipulagslegar forsendur né nokkur trygging um þjónustu við þá aðila sem búa myndu í slíkum starfsmannabúðum,“ segir í umsögninni sem undirrituð er af framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa bæjarins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vilja pólskt starfsfólk í ódýrum búðum sem skilað geti hagnaði Starfsmannaleiga sem sérhæfir sig í innflutningi frá Póllandi segir útlendinga ekki vilja eyða meginhluta launa í húsnæði. Lausnin sé ódýrar starfsmannabúðir sem þess utan geti fært Mosfellsbæ auknar tekjur án útgjalda á móti. 28. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Starfsmannaleigan Somos fær ekki að setja upp starfsmannabúðir fyrir útlendinga á Tungumelum í Mosfellsbæ, að því er bæjaráðið þar samþykkti í gær. Bæjarráðið tók ákvörðunina að fenginni umsögn frá umhverfissviði bæjarins. Í henni segir að suðursvæði Tungumela sé óbyggt og ekki deiliskipulagt. Því sé ekki hægt að reisa þar nein mannvirki. Þá sé landið í eigu Landsbankans en ekki Mosfellsbæjar. Somos vísaði í umsókn sinni til þess að Ístak sé þegar með starfsmannabúðir á Tungumelum. Umhverfissviðið segir það ekki sambærilegt. Samkomulag Ístaks og Mosfellsbæjar um vinnubúðir tryggi aðstöðu þeirra sem gista í búðunum með þjónustu frá höfuðstöðvum fyrirtækisins á sama stað. „Þar er aðgangur að mötuneyti, starfsmannaaðstöðu, vinnuaðstöðu og þeirri þjónustu sem veitt er að öðru leyti í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Ístak tryggir ferðir og annast ferðaþjónustu þeirra íbúa sem eru í vinnubúðum Ístaks þannig að ekki er þörf á almenningssamgöngum á svæðið,“ segir í umsögninni. Ekki sé að sjá af erindi Somos að þessi þjónusta verði í búðum Somos. „Ekki eru fyrir hendi skipulagslegar forsendur né nokkur trygging um þjónustu við þá aðila sem búa myndu í slíkum starfsmannabúðum,“ segir í umsögninni sem undirrituð er af framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa bæjarins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vilja pólskt starfsfólk í ódýrum búðum sem skilað geti hagnaði Starfsmannaleiga sem sérhæfir sig í innflutningi frá Póllandi segir útlendinga ekki vilja eyða meginhluta launa í húsnæði. Lausnin sé ódýrar starfsmannabúðir sem þess utan geti fært Mosfellsbæ auknar tekjur án útgjalda á móti. 28. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Vilja pólskt starfsfólk í ódýrum búðum sem skilað geti hagnaði Starfsmannaleiga sem sérhæfir sig í innflutningi frá Póllandi segir útlendinga ekki vilja eyða meginhluta launa í húsnæði. Lausnin sé ódýrar starfsmannabúðir sem þess utan geti fært Mosfellsbæ auknar tekjur án útgjalda á móti. 28. nóvember 2017 06:00