Sala rafmagns- og tvinnbíla yfir 1 milljón á árinu Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 09:46 Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll heims. Nissan Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira