Ofhleðsla báta hvorki afrek né hetjudáð að mati rannsóknarnefndar Birgir Olgeirsson skrifar 5. desember 2017 11:26 Myndir sem rannsóknarnefnd samgönguslysa birtir af Hjördísi HU 16 í skýrslunni um atvikið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðst of algengt. Þetta er niðurstaðaa rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hvetur fjölmiðla og aðra til þess að hætta að upphefja ofhleðslu báta sem hetjudáð eða afrek.Þetta segir í skýrslu nefndarinnar vegna atviks sem átti sér stað 15. febrúar þegar reynt var að sigla bátnum Hjördísi HU 16 ofhlöðnum til hafnar, en báturinn var á línuveiðum í Breiðafirði.Hjördísi fylgt til hafnarRannsóknarnefnd samgönguslysaTilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga þess efnis að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að koma inn á þilfarið. Var björgunarskipið Björg frá Rifi kallað út ásamt björgunarsveit.Hjördís hallast og áhöfn tekin frá borðiRannsóknarnefnd samgönguslysaSkipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og náðu þannig að rétta bátinn. Létu þeir Vaktstöðina vita að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi með Hjördísi um tíma en skömmu síðar fór báturinn aftur að halla í bakborða og þyngjast að aftan.Björgunarsveit léttir bátinnRannsóknarnefnd samgöngslysaVar ákveðið að taka áhöfn Hjördísar frá borði og reyna að létta bátinn þannig. Björgunarskipið tók Hjördísi síðan í tog til hafnar á Rifi. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð í bátnum. Rannsóknarnefndin segir umfram þunga um borð hafa verið um 4.550 kíló. Nefndin telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð. Háttsemin hafi stofnað í hættu öryggi skips og áhafnar.Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur í körum, poka og laus á þilfari.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðst of algengt. Þetta er niðurstaðaa rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hvetur fjölmiðla og aðra til þess að hætta að upphefja ofhleðslu báta sem hetjudáð eða afrek.Þetta segir í skýrslu nefndarinnar vegna atviks sem átti sér stað 15. febrúar þegar reynt var að sigla bátnum Hjördísi HU 16 ofhlöðnum til hafnar, en báturinn var á línuveiðum í Breiðafirði.Hjördísi fylgt til hafnarRannsóknarnefnd samgönguslysaTilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga þess efnis að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að koma inn á þilfarið. Var björgunarskipið Björg frá Rifi kallað út ásamt björgunarsveit.Hjördís hallast og áhöfn tekin frá borðiRannsóknarnefnd samgönguslysaSkipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og náðu þannig að rétta bátinn. Létu þeir Vaktstöðina vita að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi með Hjördísi um tíma en skömmu síðar fór báturinn aftur að halla í bakborða og þyngjast að aftan.Björgunarsveit léttir bátinnRannsóknarnefnd samgöngslysaVar ákveðið að taka áhöfn Hjördísar frá borði og reyna að létta bátinn þannig. Björgunarskipið tók Hjördísi síðan í tog til hafnar á Rifi. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð í bátnum. Rannsóknarnefndin segir umfram þunga um borð hafa verið um 4.550 kíló. Nefndin telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð. Háttsemin hafi stofnað í hættu öryggi skips og áhafnar.Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur í körum, poka og laus á þilfari.Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira