Nefnd um félagslegt réttlæti segir af sér í Bretlandi vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2017 20:00 Nefnd sem ætlað var að stýra aðgerðum til að auka jöfnuð og félagslegt réttlæti í Bretlandi hefur sagt af sér. Formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn Theresu May gagntekna af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þreklausa í að hrinda í framkvæmd loforðum sem forsætisráðherrann gaf þegar hún tók við völdum. Þegar Theresa May tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi fyrir átján mánuðum lofaði hún að ráðast gegn félagslegu óréttlæti í þjóðfélaginu. En margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið koma frá svæðum í Bretlandi þar sem atvinnuleysi er mikið og þar sem iðnaður ýmiss konar hefur dregist saman eða horfið. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir úrsögn úr sambandinu kenndu Evrópusambandinu um hnignun atvinnulífs á þessum svæðum sem og óheftum aðgangi fólks annarra ríkja sambandsins að atvinnu í Bretlandi. May skipaði fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um aðgerðir á þessum svæðum en hún hefur nú öll sagt af sér. Alan Milburn formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn May lamaða vegna Brexit. „Það sem skortir hérna eru skilmerkilegar pólitískar aðgerðir til að yfirfæra mjög góð orð yfir í gerðir. Það sem skiptir máli í stjórnmálum er ekki það sem maður talar um heldur það sem maður gerir og ég er hræddur um að misskiptingin í Bretlandi sé að aukast. Félagslega og landfræðilega,“ segir Milburn. Ríkisstjórn Theresu May sé algerlega upptekin af Brexit viðræðunum og virðist ekki hafa þrek til að gera nokkuð annað. En Íhaldsflokkurinn sem er þverklofinn í afstöðunni til Evrópu tapaði meirihluta sínum á þingi í kosningum síðastliðið sumar og þarf að reiða sig á stuðning Sambandsflokksins á Norður Írlandi. Milburn segir skorta á pólitíska forystu í Bretlandi. „Það er ágætt að vera harður í Brexit-málinu en maður þarf líka að vera harður varðandi ástæður Brexit og það þýðir að það verður að taka á þessum málum á þessum svæðum sem eru skilinn eftir efnahagslega og holuð að innann félagslega. Ég er hræddur um að það gerist ekki af nógu miklum metnaði, af nógu mikilli vigt og á nógu miklum hraða,“ segir Milburn. Brexit Tengdar fréttir Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51 Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Nefnd sem ætlað var að stýra aðgerðum til að auka jöfnuð og félagslegt réttlæti í Bretlandi hefur sagt af sér. Formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn Theresu May gagntekna af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þreklausa í að hrinda í framkvæmd loforðum sem forsætisráðherrann gaf þegar hún tók við völdum. Þegar Theresa May tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi fyrir átján mánuðum lofaði hún að ráðast gegn félagslegu óréttlæti í þjóðfélaginu. En margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið koma frá svæðum í Bretlandi þar sem atvinnuleysi er mikið og þar sem iðnaður ýmiss konar hefur dregist saman eða horfið. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir úrsögn úr sambandinu kenndu Evrópusambandinu um hnignun atvinnulífs á þessum svæðum sem og óheftum aðgangi fólks annarra ríkja sambandsins að atvinnu í Bretlandi. May skipaði fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um aðgerðir á þessum svæðum en hún hefur nú öll sagt af sér. Alan Milburn formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn May lamaða vegna Brexit. „Það sem skortir hérna eru skilmerkilegar pólitískar aðgerðir til að yfirfæra mjög góð orð yfir í gerðir. Það sem skiptir máli í stjórnmálum er ekki það sem maður talar um heldur það sem maður gerir og ég er hræddur um að misskiptingin í Bretlandi sé að aukast. Félagslega og landfræðilega,“ segir Milburn. Ríkisstjórn Theresu May sé algerlega upptekin af Brexit viðræðunum og virðist ekki hafa þrek til að gera nokkuð annað. En Íhaldsflokkurinn sem er þverklofinn í afstöðunni til Evrópu tapaði meirihluta sínum á þingi í kosningum síðastliðið sumar og þarf að reiða sig á stuðning Sambandsflokksins á Norður Írlandi. Milburn segir skorta á pólitíska forystu í Bretlandi. „Það er ágætt að vera harður í Brexit-málinu en maður þarf líka að vera harður varðandi ástæður Brexit og það þýðir að það verður að taka á þessum málum á þessum svæðum sem eru skilinn eftir efnahagslega og holuð að innann félagslega. Ég er hræddur um að það gerist ekki af nógu miklum metnaði, af nógu mikilli vigt og á nógu miklum hraða,“ segir Milburn.
Brexit Tengdar fréttir Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51 Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51
Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00
Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00