Rómantískt að fá Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2017 06:00 Goðsögnin steinrunnin Diego Maradona lætur sér fátt um finna þegar Cafu, fyrirliði heimsmeistaraliðs Brasilíu frá HM 2002, dregur nafn Íslands úr pottinum, fyrsta andstæðings Argentínu á HM í sumar. Vísir/Getty Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira