Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2017 17:08 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu. Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu.
Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56