Kristján og Thelma Dögg blakfólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 23:30 Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins 2017. mynd/blí Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið blakmann og blakkonu ársins 2017. Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um blakfólk ársins af vef BLÍ.Kristján Valdimarsson leikur með BK Tromsö í Noregi og er ein af burðarásum liðsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann er á sínu öðru ári hjá félaginu en í janúar varð Kristján norskur bikarmeistari með Tromsö. Liðið endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor og hampaði bronsverðlaunum í NEVZA keppni félagsliða í lok janúar. Kristján hefur haldið áfram á þessu leiktímabili og er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni en liðið er nú þegar komið í bikarúrslitaleikinn 2018 og getur því varið titilinn um miðjan janúar. Kristján var burðarás í íslenska landsliðinu í sumar þegar liðið vann bronsverðlaun í EM Smáþjóða en þar var Kristján einnig valinn í úrvalslið mótsins einn íslendinga. Einnig spilaði hann með landsliðinu í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi í maí og á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Kristján er fyrirmyndar blakmaður og er einn fjölmargra sem spila erlendis. Hann á að baki 66 landsleiki og er nú meðal sjö leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og á Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í liði Aftureldingar á síðustu leiktíð. Thelma Dögg er ein fjölmargra Íslendinga sem spila erlendis og hefur ferill hennar hjá Galina byrjað afar vel. Sem stendur er Thelma stigahæsti leikmaður liðsins og er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn svissnesku deildarinnar en þar stendur Galina í 8. sæti nú um jólin. Thelma spilar með liði sínu í áskorendakeppni Evrópu og á ágæta möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Thelma Dögg var burðarás í íslenska landsliðinu í vor og sumar þegar liðið spilaði í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikunum. Thelma Dögg átti sína bestu leiki með landsliðinu þegar Ísland tryggði sér gullverðlaun í Evrópukeppni Smáþjóða 2017 í Luxemborg í lok júní. Thelma Dögg Grétarsdóttir er fyrirmyndar íþróttakona sem lætur drauma sína rætast og spilar nú í sterkri deild erlendis. Hún á að baki 36 landsleiki fyrir landsliðið og verða þeir eflaust fleiri um ókomin ár. Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2017 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið blakmann og blakkonu ársins 2017. Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um blakfólk ársins af vef BLÍ.Kristján Valdimarsson leikur með BK Tromsö í Noregi og er ein af burðarásum liðsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann er á sínu öðru ári hjá félaginu en í janúar varð Kristján norskur bikarmeistari með Tromsö. Liðið endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor og hampaði bronsverðlaunum í NEVZA keppni félagsliða í lok janúar. Kristján hefur haldið áfram á þessu leiktímabili og er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni en liðið er nú þegar komið í bikarúrslitaleikinn 2018 og getur því varið titilinn um miðjan janúar. Kristján var burðarás í íslenska landsliðinu í sumar þegar liðið vann bronsverðlaun í EM Smáþjóða en þar var Kristján einnig valinn í úrvalslið mótsins einn íslendinga. Einnig spilaði hann með landsliðinu í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi í maí og á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Kristján er fyrirmyndar blakmaður og er einn fjölmargra sem spila erlendis. Hann á að baki 66 landsleiki og er nú meðal sjö leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og á Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í liði Aftureldingar á síðustu leiktíð. Thelma Dögg er ein fjölmargra Íslendinga sem spila erlendis og hefur ferill hennar hjá Galina byrjað afar vel. Sem stendur er Thelma stigahæsti leikmaður liðsins og er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn svissnesku deildarinnar en þar stendur Galina í 8. sæti nú um jólin. Thelma spilar með liði sínu í áskorendakeppni Evrópu og á ágæta möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Thelma Dögg var burðarás í íslenska landsliðinu í vor og sumar þegar liðið spilaði í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikunum. Thelma Dögg átti sína bestu leiki með landsliðinu þegar Ísland tryggði sér gullverðlaun í Evrópukeppni Smáþjóða 2017 í Luxemborg í lok júní. Thelma Dögg Grétarsdóttir er fyrirmyndar íþróttakona sem lætur drauma sína rætast og spilar nú í sterkri deild erlendis. Hún á að baki 36 landsleiki fyrir landsliðið og verða þeir eflaust fleiri um ókomin ár.
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2017 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira