Opna risastóran trampólíngarð í húsnæði Kosts Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 14:33 Húsnæðið er um tvö þúsund fermetrar að sögn Torfa. vísir/valgarður Rush Iceland greindi frá því á Facebook-síðu sinni um helgina að stefnt væri að opnun trampólíngarðs í húsnæði verslunarinnar Kosts á Dalvegi 10-14 sem lokaði fyrir stuttu.„Við stefnum á opnun snemma næsta árs. Það fer allt eftir því hvernig hönnunin gengur,“ segir Torfi Jóhannsson, maðurinn á bak við verkefnið, í samtali við fréttastofu Vísis. „Við erum búin að vera að leita að hentugu húsnæði í þrjú ár. Þessi hugmynd kom upp þegar Kostur hætti. Þarna verður nóg hægt að gera enda er húsnæðið um tvö þúsund fermetrar.“Þessi mynd er tekin í einum af fjölmörgum trampólíngörðum Rush.Rush IcelandVísir greindi frá því í apríl að Rush Iceland hygðist opna trampólíngarð í Suðurhrauni í Garðabæ. Ekkert varð af þeim áætlunum og verður garðurinn nú þar sem verslunin Kostur var. Hann segir að Suðurhraun hafi dottið upp fyrir þar sem að bygging hússins hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. Rush rekur tíu trampólíngarða víðsvegar um heiminn og setur það kröfur að öryggisstöðlum sé fylgt. „Við innleiðum þeirra kerfi og stjórnun. Svo munum við gæta að öryggiskröfum- og stöðlum sem sett eru í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Torfi. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólki finnst þetta spennandi. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um það hvenær við opnum en við vorum bara ekki tilbúin að opna við hvaða aðstæður sem er. Við vildum hafa ákveðna lofthæð og stærð og þegar það húsnæði komst í okkar hendur loksins, þá var stokkið á það.“Hér má sjá tilkynninguna sem birtist á Facebook-síðu Rush Iceland um liðna helgi. Neytendur Tengdar fréttir Risastór trampólíngarður í Garðabæinn Staðurinn verður í Suðurhrauni 10. 12. apríl 2017 11:21 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Rush Iceland greindi frá því á Facebook-síðu sinni um helgina að stefnt væri að opnun trampólíngarðs í húsnæði verslunarinnar Kosts á Dalvegi 10-14 sem lokaði fyrir stuttu.„Við stefnum á opnun snemma næsta árs. Það fer allt eftir því hvernig hönnunin gengur,“ segir Torfi Jóhannsson, maðurinn á bak við verkefnið, í samtali við fréttastofu Vísis. „Við erum búin að vera að leita að hentugu húsnæði í þrjú ár. Þessi hugmynd kom upp þegar Kostur hætti. Þarna verður nóg hægt að gera enda er húsnæðið um tvö þúsund fermetrar.“Þessi mynd er tekin í einum af fjölmörgum trampólíngörðum Rush.Rush IcelandVísir greindi frá því í apríl að Rush Iceland hygðist opna trampólíngarð í Suðurhrauni í Garðabæ. Ekkert varð af þeim áætlunum og verður garðurinn nú þar sem verslunin Kostur var. Hann segir að Suðurhraun hafi dottið upp fyrir þar sem að bygging hússins hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. Rush rekur tíu trampólíngarða víðsvegar um heiminn og setur það kröfur að öryggisstöðlum sé fylgt. „Við innleiðum þeirra kerfi og stjórnun. Svo munum við gæta að öryggiskröfum- og stöðlum sem sett eru í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Torfi. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólki finnst þetta spennandi. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um það hvenær við opnum en við vorum bara ekki tilbúin að opna við hvaða aðstæður sem er. Við vildum hafa ákveðna lofthæð og stærð og þegar það húsnæði komst í okkar hendur loksins, þá var stokkið á það.“Hér má sjá tilkynninguna sem birtist á Facebook-síðu Rush Iceland um liðna helgi.
Neytendur Tengdar fréttir Risastór trampólíngarður í Garðabæinn Staðurinn verður í Suðurhrauni 10. 12. apríl 2017 11:21 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira