Lét uppskrift að kanilbollum fylgja afsökunarbeiðni vegna kynferðislegrar áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 12:14 Mario Batali sést hér undirbúa veislu í Hvíta húsinu árið 2016. Vísir/AFP Sjónvarpskokkurinn Mario Batali, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni, hefur verið rekinn sem stjórnandi matreiðsluþáttarins The Chew. Þátturinn var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC en Batali hafði verið vikið tímabundið frá störfum við þáttinn á meðan ásakanirnar á hendur honum voru rannskaðar. Afsökunarbréf, þar sem Batali viðurkennir ósæmilega hegðun, hefur vakið mikla athygli. Í frétt Variety segir að ABC hafi slitið öllu samstarfi við Batali, sem er einn frægasti sjónvarpskokkur í heimi. „Við erum staðráðin í því að viðhalda öruggu starfsumhverfi og hegðun hans brýtur í bága við reglur,“ segir í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað sjónvarpskokkinn um kynferðislega áreitni. Áreitnin er sögð spanna að minnsta kosti 20 ára tímabil. Þá hefur Batali einnig verið gert að stíga til hliðar í störfum fyrir fyrirtæki sitt Batali and Bastianich Hospitality Group. Sjónvarpsstöðin Food Network hefur einnig hætt við að endurvekja þáttinn Molto Mario, þar sem Batali öðlaðist fyrst heimsfrægð. Hlekkur á uppskrift fylgdi afsökunarbeiðninni Í yfirlýsingu frá Batali sjálfum, sem hann sendi út í formi fréttabréfs, baðst hann afsökunar á framferði sínu og sagðist bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hét hann því að „leggja hart að sér hvern einasta dag“ til þess að endurheimta traust aðdáenda sinna. Athygli vakti þó að með afsökunarbeiðninni lét Batali fylgja uppskrift að sérstökum kanilbollum úr pítsudegi. „Ef þið eruð á höttunum eftir morgunmat með hátíðarívafi, þá eru þessir pítsudegis-kanilbollur í uppáhaldi hjá aðdáendum mínum,“ skrifaði Batali. Meðfylgjandi var hlekkur á uppskriftina. Eftir brotthvarf Batali standa meðstjórnendur hans Carla Hall, Clinton Kelly og Michael Symon vaktina í The Chew. Í kjölfar ásakananna hefur Batali verið fjarlægður úr öllu kynningarefni fyrir þáttinn. Skjáskot af fréttabréfinu, þar sem finna má afsökunarbeiðni Batali og hlekk á téða uppskrift, er að finna í tístinu hér að neðan. Hi guys, it's 2017 and Mario Batali just apologized for sexual harassment AND gave a recipe for Pizza Dough Cinnamon Rolls all in one email. pic.twitter.com/88VuVB8a4H— Jules (@jules_su) December 16, 2017 MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Mario Batali, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni, hefur verið rekinn sem stjórnandi matreiðsluþáttarins The Chew. Þátturinn var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC en Batali hafði verið vikið tímabundið frá störfum við þáttinn á meðan ásakanirnar á hendur honum voru rannskaðar. Afsökunarbréf, þar sem Batali viðurkennir ósæmilega hegðun, hefur vakið mikla athygli. Í frétt Variety segir að ABC hafi slitið öllu samstarfi við Batali, sem er einn frægasti sjónvarpskokkur í heimi. „Við erum staðráðin í því að viðhalda öruggu starfsumhverfi og hegðun hans brýtur í bága við reglur,“ segir í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað sjónvarpskokkinn um kynferðislega áreitni. Áreitnin er sögð spanna að minnsta kosti 20 ára tímabil. Þá hefur Batali einnig verið gert að stíga til hliðar í störfum fyrir fyrirtæki sitt Batali and Bastianich Hospitality Group. Sjónvarpsstöðin Food Network hefur einnig hætt við að endurvekja þáttinn Molto Mario, þar sem Batali öðlaðist fyrst heimsfrægð. Hlekkur á uppskrift fylgdi afsökunarbeiðninni Í yfirlýsingu frá Batali sjálfum, sem hann sendi út í formi fréttabréfs, baðst hann afsökunar á framferði sínu og sagðist bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hét hann því að „leggja hart að sér hvern einasta dag“ til þess að endurheimta traust aðdáenda sinna. Athygli vakti þó að með afsökunarbeiðninni lét Batali fylgja uppskrift að sérstökum kanilbollum úr pítsudegi. „Ef þið eruð á höttunum eftir morgunmat með hátíðarívafi, þá eru þessir pítsudegis-kanilbollur í uppáhaldi hjá aðdáendum mínum,“ skrifaði Batali. Meðfylgjandi var hlekkur á uppskriftina. Eftir brotthvarf Batali standa meðstjórnendur hans Carla Hall, Clinton Kelly og Michael Symon vaktina í The Chew. Í kjölfar ásakananna hefur Batali verið fjarlægður úr öllu kynningarefni fyrir þáttinn. Skjáskot af fréttabréfinu, þar sem finna má afsökunarbeiðni Batali og hlekk á téða uppskrift, er að finna í tístinu hér að neðan. Hi guys, it's 2017 and Mario Batali just apologized for sexual harassment AND gave a recipe for Pizza Dough Cinnamon Rolls all in one email. pic.twitter.com/88VuVB8a4H— Jules (@jules_su) December 16, 2017
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45
Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna