Lét uppskrift að kanilbollum fylgja afsökunarbeiðni vegna kynferðislegrar áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 12:14 Mario Batali sést hér undirbúa veislu í Hvíta húsinu árið 2016. Vísir/AFP Sjónvarpskokkurinn Mario Batali, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni, hefur verið rekinn sem stjórnandi matreiðsluþáttarins The Chew. Þátturinn var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC en Batali hafði verið vikið tímabundið frá störfum við þáttinn á meðan ásakanirnar á hendur honum voru rannskaðar. Afsökunarbréf, þar sem Batali viðurkennir ósæmilega hegðun, hefur vakið mikla athygli. Í frétt Variety segir að ABC hafi slitið öllu samstarfi við Batali, sem er einn frægasti sjónvarpskokkur í heimi. „Við erum staðráðin í því að viðhalda öruggu starfsumhverfi og hegðun hans brýtur í bága við reglur,“ segir í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað sjónvarpskokkinn um kynferðislega áreitni. Áreitnin er sögð spanna að minnsta kosti 20 ára tímabil. Þá hefur Batali einnig verið gert að stíga til hliðar í störfum fyrir fyrirtæki sitt Batali and Bastianich Hospitality Group. Sjónvarpsstöðin Food Network hefur einnig hætt við að endurvekja þáttinn Molto Mario, þar sem Batali öðlaðist fyrst heimsfrægð. Hlekkur á uppskrift fylgdi afsökunarbeiðninni Í yfirlýsingu frá Batali sjálfum, sem hann sendi út í formi fréttabréfs, baðst hann afsökunar á framferði sínu og sagðist bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hét hann því að „leggja hart að sér hvern einasta dag“ til þess að endurheimta traust aðdáenda sinna. Athygli vakti þó að með afsökunarbeiðninni lét Batali fylgja uppskrift að sérstökum kanilbollum úr pítsudegi. „Ef þið eruð á höttunum eftir morgunmat með hátíðarívafi, þá eru þessir pítsudegis-kanilbollur í uppáhaldi hjá aðdáendum mínum,“ skrifaði Batali. Meðfylgjandi var hlekkur á uppskriftina. Eftir brotthvarf Batali standa meðstjórnendur hans Carla Hall, Clinton Kelly og Michael Symon vaktina í The Chew. Í kjölfar ásakananna hefur Batali verið fjarlægður úr öllu kynningarefni fyrir þáttinn. Skjáskot af fréttabréfinu, þar sem finna má afsökunarbeiðni Batali og hlekk á téða uppskrift, er að finna í tístinu hér að neðan. Hi guys, it's 2017 and Mario Batali just apologized for sexual harassment AND gave a recipe for Pizza Dough Cinnamon Rolls all in one email. pic.twitter.com/88VuVB8a4H— Jules (@jules_su) December 16, 2017 MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Mario Batali, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni, hefur verið rekinn sem stjórnandi matreiðsluþáttarins The Chew. Þátturinn var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC en Batali hafði verið vikið tímabundið frá störfum við þáttinn á meðan ásakanirnar á hendur honum voru rannskaðar. Afsökunarbréf, þar sem Batali viðurkennir ósæmilega hegðun, hefur vakið mikla athygli. Í frétt Variety segir að ABC hafi slitið öllu samstarfi við Batali, sem er einn frægasti sjónvarpskokkur í heimi. „Við erum staðráðin í því að viðhalda öruggu starfsumhverfi og hegðun hans brýtur í bága við reglur,“ segir í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað sjónvarpskokkinn um kynferðislega áreitni. Áreitnin er sögð spanna að minnsta kosti 20 ára tímabil. Þá hefur Batali einnig verið gert að stíga til hliðar í störfum fyrir fyrirtæki sitt Batali and Bastianich Hospitality Group. Sjónvarpsstöðin Food Network hefur einnig hætt við að endurvekja þáttinn Molto Mario, þar sem Batali öðlaðist fyrst heimsfrægð. Hlekkur á uppskrift fylgdi afsökunarbeiðninni Í yfirlýsingu frá Batali sjálfum, sem hann sendi út í formi fréttabréfs, baðst hann afsökunar á framferði sínu og sagðist bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hét hann því að „leggja hart að sér hvern einasta dag“ til þess að endurheimta traust aðdáenda sinna. Athygli vakti þó að með afsökunarbeiðninni lét Batali fylgja uppskrift að sérstökum kanilbollum úr pítsudegi. „Ef þið eruð á höttunum eftir morgunmat með hátíðarívafi, þá eru þessir pítsudegis-kanilbollur í uppáhaldi hjá aðdáendum mínum,“ skrifaði Batali. Meðfylgjandi var hlekkur á uppskriftina. Eftir brotthvarf Batali standa meðstjórnendur hans Carla Hall, Clinton Kelly og Michael Symon vaktina í The Chew. Í kjölfar ásakananna hefur Batali verið fjarlægður úr öllu kynningarefni fyrir þáttinn. Skjáskot af fréttabréfinu, þar sem finna má afsökunarbeiðni Batali og hlekk á téða uppskrift, er að finna í tístinu hér að neðan. Hi guys, it's 2017 and Mario Batali just apologized for sexual harassment AND gave a recipe for Pizza Dough Cinnamon Rolls all in one email. pic.twitter.com/88VuVB8a4H— Jules (@jules_su) December 16, 2017
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45
Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46