Bandormurinn samþykktur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 14:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpinu. vísir/Ernir Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira