Enginn þorði að gefa Rakel Sous vide í jólagjöf Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 10:56 Rakel Garðarsdóttir segir mikið bakslag komið í umhverfisvakninguna. Allir að tala um skaðsemi plasts en vilja samt elda uppúr því. Mjög spes. „Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“ Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
„Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“
Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00