Volkswagen tvöfaldar framleiðslu e-Golf Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2017 10:34 Volkswagen e-Golf. Rúnar Hreinsson Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent
Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent