Gengið á afgang fjárlaga næsta árs með viðbótarútgjöldum Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2017 19:30 Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira