Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Garðar Örn Úlfarsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 20. desember 2017 11:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar á Íslandi, hækkar verulega í launum. Fréttablaðið/Vilhelm Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira