Réttindi barna í alþjóðasamstarfi Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu, í kjölfar frelsisbylgjunnar í Evrópu, þegar Sovétríkin hrundu. Eystrasaltslöndin fengu þá loks endurnýjað sjálfstæði og kom Ísland þar myndarlega að verki. Formennskuár Íslands var merkilegt m.a. fyrir þær sakir að það markaði 25 ára afmæli samstarfsins. Ég gegndi stöðu formanns stjórnarnefndar ráðsins á þessu afmælisári fyrir Íslands hönd. Mörgu miðaði vel fram og lagði Ísland höfuðáherslu á jafnrétti, lýðræði og réttindi og stöðu barna. Formennskuárinu lauk með fundi utanríkisráðherra aðildarlandanna í Hörpu um mitt þetta ár. Þeim fyrsta í rúm þrjú ár. Þar var Íslandi þakkað gott starf, m.a. á vettvangi barnaverndar. Börn í öndvegi Eitt af því sem hefur borið hæst í samstarfi Eystrasaltsríkjanna eru einmitt málefni sem lúta að því að treysta öryggi barna. Hér er um fjölþætt úrlausnarefni að ræða sem spannar allt frá mansali og vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Snar þáttur í þessu samstarfi hefur verið að stuðla að rannsóknum og skapa nýja þekkingu, miðla þessari þekkingu sem og dýrmætri reynslu á meðal aðildarríkjanna, m.a. á sviði fræðslu, þjálfunar og annarrar tæknilegrar aðstoðar til að tryggja öryggi og bæta hag barna í viðkvæmri stöðu. Fljótlega eftir að ég hóf störf á vettvangi Eystrasaltsráðsins fyrir nokkrum árum, varð ég þess áskynja að á þessu sviði samstarfsins hafði Ísland markað sér sterka stöðu sem tekið var eftir. Hafið er yfir allan vafa að á sviði barnaverndar hafði Ísland verið leiðandi. Fulltrúi okkar Íslendinga, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem á sínum tíma var kjörinn fyrsti formaður þessa samstarfs í ráðinu árið 2002, hefur raunverulega gegnt þar forystuhlutverki á þessu málasviði í áraraðir. Það eru engar ýkjur þegar fullyrt er að áhrif Íslands hafi haft afgerandi áhrif á þróun barnaverndarmála í öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, og eru þá Norðurlönd með talin. Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa risið á öllum Norðurlöndum og nú á formennskutíma Íslands er það sérstaklega gleðilegt, að þau hafa tekið til starfa í Litháen, Eistlandi og nú síðast Lettlandi. Barnahúsin hafa að markmiði að tryggja barnvinsamlega rannsókn ofbeldis gegn börnum og viðeigandi hjálp. Þau eru ekki einungis starfsemi sem fer fram innan fjögurra veggja, heldur byggja á víðtæku samstarfi lykilstofnana sem hafa hlutverki að gegna á sviði réttarfars, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Þannig hefur hróður Barnaverndarstofu og verk hennar borist víða. Spámaðurinn og föðurlandið Í þessu ljósi er undarlegt að fylgjast með þeirri atlögu sem nýlega hefur verið gerð að mannorði og störfum Braga Guðbrandssonar í sumum fjölmiðlum. Það er augljóst að hún tengist því að hann hefur verið trúr því hlutverki að standa vörð um rétt þeirra barna sem eiga allt sitt undir því að eftirlit með réttindum þeirra sé öflugt. Og spornað við þegar út af hefur borið. Það getur vel verið að hann hafi þurft að stíga á einhverjar tær í kerfinu vegna þessa. Líklega er það óhjákvæmilegt. Það er hans skylda barnanna vegna. Upp úr stendur þó það þrekvirki sem hann hefur unnið hér heima og á alþjóðavettvangi á þessu sviði í nánu samstarfi við starfsfólkið á öflugri Barnaverndarstofu. Í alþjóðasamstarfi eigum við Íslendingar stundum öfluga talsmenn, sem gerir það að verkum að fámenni Íslands í hinum stóra heimi verður algjört aukaatriði. Þá er einfaldlega hlustað á kröftuga rödd Íslands, vegna þess að við höfum sitthvað handfast og gagnlegt til málanna að leggja. Þannig er það í barnavernd í norðurhluta Evrópu. Yfir því eigum við að gleðjast og þakka þeim sem hönd leggja á plóg. Það eigum við ekki síst að gera barnanna okkar vegna. Þau eiga það skilið. Þau eru framtíðin. Höfundur er sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Árni Stefánsson Réttindi barna Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu, í kjölfar frelsisbylgjunnar í Evrópu, þegar Sovétríkin hrundu. Eystrasaltslöndin fengu þá loks endurnýjað sjálfstæði og kom Ísland þar myndarlega að verki. Formennskuár Íslands var merkilegt m.a. fyrir þær sakir að það markaði 25 ára afmæli samstarfsins. Ég gegndi stöðu formanns stjórnarnefndar ráðsins á þessu afmælisári fyrir Íslands hönd. Mörgu miðaði vel fram og lagði Ísland höfuðáherslu á jafnrétti, lýðræði og réttindi og stöðu barna. Formennskuárinu lauk með fundi utanríkisráðherra aðildarlandanna í Hörpu um mitt þetta ár. Þeim fyrsta í rúm þrjú ár. Þar var Íslandi þakkað gott starf, m.a. á vettvangi barnaverndar. Börn í öndvegi Eitt af því sem hefur borið hæst í samstarfi Eystrasaltsríkjanna eru einmitt málefni sem lúta að því að treysta öryggi barna. Hér er um fjölþætt úrlausnarefni að ræða sem spannar allt frá mansali og vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Snar þáttur í þessu samstarfi hefur verið að stuðla að rannsóknum og skapa nýja þekkingu, miðla þessari þekkingu sem og dýrmætri reynslu á meðal aðildarríkjanna, m.a. á sviði fræðslu, þjálfunar og annarrar tæknilegrar aðstoðar til að tryggja öryggi og bæta hag barna í viðkvæmri stöðu. Fljótlega eftir að ég hóf störf á vettvangi Eystrasaltsráðsins fyrir nokkrum árum, varð ég þess áskynja að á þessu sviði samstarfsins hafði Ísland markað sér sterka stöðu sem tekið var eftir. Hafið er yfir allan vafa að á sviði barnaverndar hafði Ísland verið leiðandi. Fulltrúi okkar Íslendinga, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem á sínum tíma var kjörinn fyrsti formaður þessa samstarfs í ráðinu árið 2002, hefur raunverulega gegnt þar forystuhlutverki á þessu málasviði í áraraðir. Það eru engar ýkjur þegar fullyrt er að áhrif Íslands hafi haft afgerandi áhrif á þróun barnaverndarmála í öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, og eru þá Norðurlönd með talin. Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa risið á öllum Norðurlöndum og nú á formennskutíma Íslands er það sérstaklega gleðilegt, að þau hafa tekið til starfa í Litháen, Eistlandi og nú síðast Lettlandi. Barnahúsin hafa að markmiði að tryggja barnvinsamlega rannsókn ofbeldis gegn börnum og viðeigandi hjálp. Þau eru ekki einungis starfsemi sem fer fram innan fjögurra veggja, heldur byggja á víðtæku samstarfi lykilstofnana sem hafa hlutverki að gegna á sviði réttarfars, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Þannig hefur hróður Barnaverndarstofu og verk hennar borist víða. Spámaðurinn og föðurlandið Í þessu ljósi er undarlegt að fylgjast með þeirri atlögu sem nýlega hefur verið gerð að mannorði og störfum Braga Guðbrandssonar í sumum fjölmiðlum. Það er augljóst að hún tengist því að hann hefur verið trúr því hlutverki að standa vörð um rétt þeirra barna sem eiga allt sitt undir því að eftirlit með réttindum þeirra sé öflugt. Og spornað við þegar út af hefur borið. Það getur vel verið að hann hafi þurft að stíga á einhverjar tær í kerfinu vegna þessa. Líklega er það óhjákvæmilegt. Það er hans skylda barnanna vegna. Upp úr stendur þó það þrekvirki sem hann hefur unnið hér heima og á alþjóðavettvangi á þessu sviði í nánu samstarfi við starfsfólkið á öflugri Barnaverndarstofu. Í alþjóðasamstarfi eigum við Íslendingar stundum öfluga talsmenn, sem gerir það að verkum að fámenni Íslands í hinum stóra heimi verður algjört aukaatriði. Þá er einfaldlega hlustað á kröftuga rödd Íslands, vegna þess að við höfum sitthvað handfast og gagnlegt til málanna að leggja. Þannig er það í barnavernd í norðurhluta Evrópu. Yfir því eigum við að gleðjast og þakka þeim sem hönd leggja á plóg. Það eigum við ekki síst að gera barnanna okkar vegna. Þau eiga það skilið. Þau eru framtíðin. Höfundur er sendiherra.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar