„Swatting“: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of Duty Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2017 09:30 Aðstoðarlögreglustjórinn Troy Livingston ræðir við fjölmiðla eftir að Andrew Finch var skotinn til bana. Vísir/Getty Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“ Bandaríkin Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“
Bandaríkin Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira