Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2018 08:00 Bensínverð hjá Costco er það lægsta á Íslandi. koma þeirra hefur ekki togað niður verð hinna olíufélaganna mikið niður. vísir/eyþór Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira